Það er búið að staðfesta komu varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly til Chelsea.
Koulibali skrifar undir fjögurra ára samning við Chelsea og gengur í raðir félagsins frá Napoli.
Þar hefur leikmaðurinn spilað stórt hlutverk í mörg ár og hefur oft verið orðaður við önnur félög.
Koulibaly er 31 árs gamall hafsent og spilaði yfir 300 leiki fyrir Napoli síðan hann kom árið 2014.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Chelsea fær í sumar á eftir Raheem Sterling.