fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Eitt ár liðið frá handtöku Gylfa Þórs Sigurðssonar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. júlí 2022 07:11

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er eitt ár liðið frá handtöku Gylfa Þór Sigurðssonar. Knattspyrnumaðurinn var tekinn höndum á heimili sínu í úthverfi Manchester föstudaginn 16. júlí 2021 og færður til yfirheyrslu vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Vinnuveitandi Gylfa, Knattspyrnufélagið Everton, setti lögbann á umfjöllun um meint afbrot landsliðsmannsins í Bretlandi og hafa því breskir fjölmiðlar ekki snert á málinu síða.

Nafn Gylfa kvisaðist þó fljótlega út til Íslands og segja má að íslenskt þjóðfélag hafi farið á hliðina þegar hann var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum fjórum dögum síðar.

Síðan þá hefur biðin endalausa tekið við. Gylfi var úrskurðaður í farbann á meðan málið væri rannsakað en það hefur verið framlengt ítrekað og stendur því enn yfir. Talið er að draga muni til tíðinda á næstu vikum en það hefur þó verið talið áður.

Á meðan rannsókninni stendur hefur Gylfi verið í einskonar stofufangelsi á ótilgreindum stað og ekki fengið að spila fótbolta. Aðeins ár var eftir af samningi hans við Everton þegar hann var handtekinn í fyrra og á meðan stofufangelsinu hefur staðið rann samningurinn út og Gylfi því atvinnulaus í dag. Eins og komið hefur fram er talið að lið í Tyrklandi sé áhugasamt um þjónustu hans ef málið verður fellt niður.

Fjölskylda Gylfa og hans nánustu vinir hafa myndað þéttan varnarvegg í kringum landsliðsmanninn og lítið sem ekkert hefur frést af málinu, hvort sem um er að ræða nákvæmlega eðli hina meintu brota eða líðan Gylfa þó að sumar sögur séu háværari en aðrar.

Talsverða athygli vakti þegar að Gylfi lét sjá sig í fyrsta sinn opinberlega á leik Íslands og Ítalíu á EM kvenna í Manchester á dögunum. Hvort að sú mæting gefi aðdáendum Gylfa tilefni til bjartsýni um að málið gegn honum verði látið niður falla skal þó ósagt látið. Áfram skal beðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“

Spá fyrir Bestu deildina – 12. sæti: „Það er mikið um breytingar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið

Ekkja hins látna varpar nýju ljósi á andlátið
433Sport
Í gær

Horfa til Jesus og Ancelotti

Horfa til Jesus og Ancelotti
433Sport
Í gær

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Í gær

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina