fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

ÍBV að semja við fyrrum leikmann PSG – Spilað með mörgum góðum liðum

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV er að fá gríðarlegan liðsstyrk í efstu deild karla en þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson greinir frá þessu í þætti föstudagsins en leikmaðurinn umræddi heitir Younousse Sankhare.

Sankhare er fyrrum landsliðsmaður Senegals og spilaði sjö leiki fyrir Þjóð sína frá 2015 til 2017.

Fyrir utan það hefur Sankhare leikið með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi og lék 33 deildarleiki frá 2007 til 2011.

Sankhare er 32 ára gamall miðjumaður og lék með Bordeaux við góðan orðstír frá 2017 til 2019 og samdi svo við Panathinaikos í fyrra.

Fyrir utan það hefur Sankhare spilað með Guingamp, Dijon, Lille, CSKA Sofia og Valenciennes. Hann var síðast hjá Giresunspor í efstu deild Tyrklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield
433Sport
Í gær

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“
433Sport
Í gær

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri