fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Slæm mistök BBC – Notuðu mynd af saklausum manni við frétt um meintan nauðgara

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BBC hefur beðist afsökunar á því að hafa látið mynd af Raheem Sterling fylgja frétt um leikmann félags í ensku úrvalsdeildinni sem hafði verið handtekinn, grunaður um nauðgun.

Á dögunum var knattspyrnumaður handtekinn á heimili sínu í Barnet í Norður-Lundúnum. Hann var fluttur í gæsluvarðhald, þar sem hann var handtekinn að nýju daginn eftir fyrir tvö brot til viðbótar.

Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum af lagalegum ásætðum.

Það hefur komið fram að félag leikmannsins ætli ekki að setja hann í bann á meðan rannsókn stendur. Hann er laus gegn tryggingu þar til í næsta mánuði.

Fréttaþulur BBC baðst afsökunar á atvikinu. ,,Við vitum ekki hvaða lið á í hlut og ekki hver umræddur leikmaður er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“