fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Svona veistu ef þú ert alkóhólisti

Rafn Ágúst Ragnarsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 12:15

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert að því að fá sér vínglas eða tvö á kvöldin og það getur verið auðvelt að venja sig á það að opna sér flösku þegar komið er heim úr vinnunni. Hins vegar segja sérfræðingar að maður eigi að vera meðvitaður um áfengið sem maður neytir.

Ef maður þarf að brjóta heilann um hvort vaninn geri mann áfengissjúkann, gæti maður átt við vandamál að stríða. Þessu greinir The Sun frá. Martin Preston, stofnandi og forstjóri einkameðferðarstöðvarinnar Delamere, sagði að jafnvel þó maður drekki meira en ráðlagðan skammt áfengis þýði það ekki að maður sé áfengissjúkur.

Mælt er með því að drekka ekki meira en 14 áfengiseiningar á viku og eining er misstór eftir styrkleika áfengissins. Til dæmis inniheldur ein flaska af víni (að meðaltali 13,5 ABV) tíu áfengiseiningar. Martin hélt áfram: „Alkóhólismi skilgreinist ekki af magni áfengis sem einstaklingur neyti, hvaða áfengi hann neitir eða hvenær, heldur af sambandi hans við það.“

Ef áfengisneysla byrjar að hafa áhrif á vinnu eða félagslíf gæti það verið hættumerki. Hann hélt áfram: „Ef maður er farinn að reiða sig á að fá sér drykk á hverju kvöldi til að komast í gegnum vinnudaginn eða ef maður á í erfiðleikum með að skera niður magnið þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar, gæti það verið merki um alkóhólisma þrátt fyrir að maður drekki ekki alla daga eða í miklu magni.“

Martin bætti við að ef maður heldur að maður sjálfur eða einhver nákominn manni hafi þróað með sér óheilbrigt samband við áfengi þá eru nokkrir hlutir til að hafa í huga.

Áfengisfíkn einkennist oft af drykkjuáráttu. Martin sagði þetta þýða að einstaklingur sem vill hætta að drekka geti það ekki. Hann útskýrði nánar: „Manneskja sem drekkur eitt vínglas öll kvöld þarf ekkert endilega að hafa áhyggjur, en þegar löngunin í áfengi verður allt sem hún getur hugsað um allt að því að hún getur ekki fengið sig til að hætta, gæti það verið merki þess að hún glími við alkóhólisma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi