fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Það er gott að vera með stjórnmálamenn í vasanum þegar arðræna á auðlindir þjóðarinnar segir Gísli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 09:00

Gísli Rafn Ólafsson - Mynd/Píratar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá (sic) þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum.“ Svona hefst grein eftir Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, á Vísi.is.

Greinin ber fyrirsögnina „Að vera með stjórnmálamenn í vasanum“. Kvótakerfið og strandveiðar eru umfjöllunarefni greinarinnar og þá væntanlega í ljósi nýlegrar sölu á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík til Síldarvinnslunnar og hugmynda matvælaráðherra um breytingar á strandveiðum.

Gísli segir að hugsanlega sé eitt það mikilvægasta við að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum að þá sé hægt að stýra umræðunni um aðganginn að auðlindinni. „Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið,“ segir hann.

Hann bendir á að þetta sé þekkt aðferð sem megi rekja til stóriðjunnar sem hafi tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á sama tíma og 80% alls útblásturs komi frá stóriðjunni.

Nú heyri þjóðin matvælaráðherra tala um að þörf sé á breytingum á stjórn strandveiða en þær séu aðeins örlítill hluti af þeim afla sem er veiddur hér við land. Á sama tíma sé um þriðjungur kvótans komin á hendur örfárra aðila en ráðherrar sjái ekkert tilefni til að taka á því máli og leyfi stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig á bak við að mörg þúsund manns eigi félögin því þau séu skráð á markað. „. . . en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans,“ segir hann um eignarhaldið á þessum fyrirtækjum og þar með kvótanum.

„Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar (sic), þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum,“ segir hann síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?