Í samtali við VG sagði hann að fjögur atriði komi í veg fyrir að hægt sé að tala um sigur Rússa í stríðinu og skipti þá engu þótt Rússum takist að ná öllu Donbas á sitt vald. Þessi fjögur atriði eru bein afleiðing af því sem Rússar hafa gert.
Hann sagði að í fyrsta lagi hafi stríðið orðið til þess að Bandaríkin séu nú mun sýnilegri í Evrópu og hafi fært sig nær rússnesku landamærunum og hafi mikið af vopnum með sér.
Í öðru lagi hafi stríðið orðið til þess að tvö mikilvæg ríki, nokkurskonar stuðpuðaríki, hafi sótt um aðild að NATÓ. Þetta eru Finnland og Svíþjóð. Aðild þeirra að NATÓ veitir Bandaríkjamönnum tækifæri til að koma sér upp herstöðvum mjög nærri Rússlandi.
Þriðja atriðið er að Rússar standa nú frammi fyrir enn meiri samstöðu NATÓ en áður. Innrásin hefur einfaldlega þjappað NATÓ-ríkjunum saman.
Fjórða atriðið snýr síðan að Þýskalandi því Þjóðverjar hafa ákveðið að efla her sinn. Þeir hafa meðal annars ákveðið að setja 100 milljarða evra í að nútímavæða herinn og styrkja. „Þýskaland verður líklega ráðandi hernaðarafl ekki fjarri rússnesku landamærunum. Þetta eru risastór mistök af hálfu Rússa,“ sagði Heier.
Hann sagði að þetta þýði að þótt Rússum takist að leggja Donbas undir sig og halda þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í suðausturhluta Úkraínu þá geti þeir ekki kallað sig sigurvegara. Markmiðið með innrásinni hafi verið breyta hernaðarlegum sigrum í pólitískan ávinning. En það hafi ekki tekist hjá Rússum. Þetta er stórslys hjá Rússum í fjórum til fimm atriðum og hefur haft í för með sér að þeir hafa aldrei verið viðkvæmari,“ sagði Heier.