fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Kærleikur á Konudaginn hjá Bjarkarblómum

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. febrúar 2016 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærleikurinn svífur yfir vötnum á Konudeginum og ilmandi blóm gleðja hjörtu kvenna á öllum aldri um allt land. Elva Björk Jónatansdóttir, eigandi Bjarkarblóma, segir Konudaginn vera sérlega skemmtilegan í blómabransanum:
„Það er ávallt líf og fjör í versluninni okkar í kringum Konudaginn. Mjög margir kjósa að gleðja konurnar í lífi sínu þennan dag, hvort sem um er að ræða mæður, eiginkonur, ömmur eða bara vinkonur. Það er fátt sem jafnast á við þá tilfinningu að þiggja fallegan blómvönd eða jafnvel eina, staka rós.“

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Að sögn Elvu Bjarkar er boðið upp á allar gerðir blómvanda hjá Bjarkarblómum. „Þar sem rósir, eldliljur, gerberur og crysantheum eru ræktaðar á Íslandi eru þær tegundir til allt árið um kring. Önnur blóm eins og túlípanar, gladíólur, sólblóm og fleiri eru hins vegar árstíðarbundin,“ segir hún.

Persónuleg og fagleg ráðgjöf

„Alltaf er hægt að bera fram óskir hjá okkur um að útbúa eitthvað fallegt, sem hæfir tilefninu hverju sinni, og við veljum það besta sem til er og sníðum eftir verðhugmynd viðskiptavinarins.
Bjarkarblóm er með úrval af ferskum blómvöndum auk þess sem boðið er upp á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf fyrir hvern og einn,“ segir Elva Björk.
Verslun Bjarkarblóma er einstakleg vel staðsett í Smáralind svo það er vel til fallið að koma við hjá þeim og velja falleg blóm til þess að gleðja konurnar í lífi okkar á Konudaginn.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Konudagstilboð:

Eldliljur, 5 stykki saman í búnti á kr. 3.200. Gildir alla helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“