Ísland og Ítalía gerðu í dag 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið komst snemma yfir í leiknum en átti í miklum erfiðleikum með ítalska liðið þegar leið á. Möguleikar Íslands um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar eru þó ekki úr sögunni.
Íslenska þjóðin var að venju ansi virk á samfélagsmiðlinum Twitter eins og skapast hefur hefð fyrir í kringum stóra íþrótta- og menningarviðburði.
Það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu eftir innkast frá Sveindísi Jane og flikk frá Glódísi Perlu og þá ærðist allt.
KLV, alvöru afgreiðsla & fagn 😍
— Gummi Ben (@GummiBen) July 14, 2022
Þær verja hann ekki þarna! Búmm! 1:0
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) July 14, 2022
Besta innkastsþjóð heims. Geggjað.
— Henry Birgir (@henrybirgir) July 14, 2022
ÞEEETTA MAAARK!?! Almáttugur minn #emruv
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) July 14, 2022
Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í fyrri hálfleik og fólk vildi sjá meira.
Þessi frammistaða eftir markið er ekki boðleg. Hvað gerðist? #dóttir
— Hans Steinar (@hanssteinar) July 14, 2022
Ísland var yfir í leiknum allt þar til á 62. mínútu þegar að Valentina Bergamaschi jafnaði leikinn. Það var Barbara Bonansea sem átti fyrirgjöf inn á teig Íslands sem Bergamashi náði til og kom snyrtilega í markið.
Skömmu áður hafði Agla María Albertsdóttir klúðrar dauðafæri hinumegin á vellinum.
Sorrý íslenska þjóð, en við vinnum ekki leiki með að klúðra svona færum… og já 1-1 í þessum töluðum orðum! Skora úr svona færum annars færðu það í bakið. Arsenalmenn þekkja þetta of vel!! #fotboltinet
— S. Hilmar Gudjonsson (@s_hilmar) July 14, 2022
Dreptu mig ekki…..þetta er svo dýrt.
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) July 14, 2022
Íslenska liðið átti erfitt með að svara fyrir sig eftir markið.
Íslenska liðið í bullandi vandræðum. Nú þarf að rífa sig gang.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 14, 2022
Skelfilegur seinni hálfleikur #fotboltinet
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) July 14, 2022
Það brasið á okkar liði núna. 😳
— Rikki G (@RikkiGje) July 14, 2022
Jöfnunarmarkið virtist vanka leikmenn Íslands sem náðu sér aldrei almennilega á skrið eftir markið en fengu þó færi undir lok leiks til þess að bæta við öðru marki.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ísland er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 2 stig eftir 2 leiki og Ítalir í því fjórða með 1 stig en hafa ber í huga að Frakkland og Belgía, sem eru í sama riðli og Ísland, mætast seinna í kvöld.
Íslenska liðið má þakka fyrir jafnteflið gegn sterku liði frá Ítalíu í dag. Ágæt frammistaða en úrslitin gefa því miður ekkert. Síðari hálfleikur slakur.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 14, 2022
Vona @footballiceland hafi þor í að reka Steina eftir þetta mót. Besti hópur sem Ísland hefur séð lengi og Sveindís Jane snertir boltan svona 3svar í þessum leik #emruv
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) July 14, 2022