fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
433Sport

Taugaáfall þjóðar yfir afar svekkjandi jafntefli – ,,Dreptu mig ekki…..þetta er svo dýrt“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 18:05

Mynd: Ernir Eyjólfsson/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Ítalía gerðu í dag 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið komst snemma yfir í leiknum en átti í miklum erfiðleikum með ítalska liðið þegar leið á. Möguleikar Íslands um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar eru þó ekki úr sögunni.

Íslenska þjóðin var að venju ansi virk á samfélagsmiðlinum Twitter eins og skapast hefur hefð fyrir í kringum stóra íþrótta- og menningarviðburði.

Það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu eftir innkast frá Sveindísi Jane og flikk frá Glódísi Perlu og þá ærðist allt.

Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í fyrri hálfleik og fólk vildi sjá meira.

Ísland var yfir í leiknum allt þar til á 62. mínútu þegar að Valentina Bergamaschi jafnaði leikinn. Það var Barbara Bonansea sem átti fyrirgjöf inn á teig Íslands sem Bergamashi náði til og kom snyrtilega í markið.

Skömmu áður hafði Agla María Albertsdóttir klúðrar dauðafæri hinumegin á vellinum.

Íslenska liðið átti erfitt með að svara fyrir sig eftir markið.

Jöfnunarmarkið virtist vanka leikmenn Íslands sem náðu sér aldrei almennilega á skrið eftir markið en fengu þó færi undir lok leiks til þess að bæta við öðru marki.

Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ísland er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 2 stig eftir 2 leiki og Ítalir í því fjórða með 1 stig en hafa ber í huga að Frakkland og Belgía, sem eru í sama riðli og Ísland, mætast seinna í kvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Frá Liverpool til erkifjendanna?

Frá Liverpool til erkifjendanna?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney gripinn við að míga fullur á almannafæri – Mynd

Rooney gripinn við að míga fullur á almannafæri – Mynd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stóð ekki á sama yfir aðstæðum í Kópavogi: Ekki tekið í mál í öðrum löndum – „Af hverju í ósköpunum?“

Stóð ekki á sama yfir aðstæðum í Kópavogi: Ekki tekið í mál í öðrum löndum – „Af hverju í ósköpunum?“
433Sport
Í gær

Sögð gefa mikið í skyn með þessari myndbirtingu: Verið á mörgum forsíðum síðustu mánuði – Er hún að vekja athygli fyrrum eiginmannsins?

Sögð gefa mikið í skyn með þessari myndbirtingu: Verið á mörgum forsíðum síðustu mánuði – Er hún að vekja athygli fyrrum eiginmannsins?
433Sport
Í gær

Stefán Teitur fékk 83 mínútur í tapi – Rashford með tvö mörk

Stefán Teitur fékk 83 mínútur í tapi – Rashford með tvö mörk