fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gerendur í kynferðisbrotum geta verið menn sem sinna góðgerðarmálefnum og eru góðir við mæður sínar

Fókus
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 19:30

Mynd/Frank Scalici

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar sem þolendur kynferðisbrota eru skilgreindir sem vitni en ekki málsaðilar er aðgangur þeirra að gögnum máls mjög takmarkaður. Oft hefur það gerst að sakborningur hefur viðhaft vitnisburð í skýrslutöku lögreglu sem brotaþoli gæti auðveldlega hrakið með gögnum ef hún hefði vitneskju um hann.

Þetta er eitt af því sem kemur fram í viðtali við lögmanninn Sigrúnu Jóhannsdóttur í nýstofnuðu hlaðvarpi baráttuhópsins Öfga. Þátturinn, sem hlýða má á í spilaranum hér fyrir neðan, ber yfirskriftina Vettvangur glæps – Staða þolenda. Sigrún starfaði í 15 ár sem réttargæslumaður þolenda í kynferðisbrotamálum. Hún telur að það yrði mjög til bóta ef þolendur fengju stöðu málsaðila og hefðu aðgang að málsgögnum. „Það er oft svo margt í framburði sakborninga sem er hægt að hrekja með gögnum en brotaþoli fær aldrei tækifæri til þess,“ segir Sigrún.

Sigrún bendir á að ef þolandi yrði skilgreindur sem málsaðili hefði hann aðgang að gögnum máls sem gæti hjálpað til við að leiða sannleikann í ljós í málinu. Einnig fengi þolandi tækifæri til að leggja fram gögn við aðalmeðferð dómsmála, rétt eins og sakborningur.

Í viðtalinu við Sigrúnu kemur fram að málshraði kynferðisbrota sé mjög hægur og sé í raun bara að lengjast. Einnig er vikið að mikilvægi þess að auka þekkingu réttargæslumanna í þessum brotaflokki á eðli kynferðisbrota og auka þekkingu þeirra á gerendum. „Við vitum svo ótrúlega lítið í dag um eðli ofbeldis. Af hverju fólk beitir ofbeldi og viðbrögð brotaþola við ofbeldi. Við erum öll uppfull af fyrirframgefnum hugmyndum, mýtum, fordómum um þessi mál. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að það komist sérfræðiþekking inn í réttarkerfið, við eigum þessa þekkingu, þannig að réttargæslumenn fari í gegnum einhver námskeið áður en þeir taka að sér þessi mál.“

Segir Sigrún koma til greina að skipa sérfróðan meðdómanda í kynferðisbrotamálum líkt og tíðkast í forsjárdeilumálum. Sigrún segir ennfremur:

„Á bak við þolendur eru gerendur. Gerendur eru ekki þessi skrýmsli, sem betur fer erum við að færast frá þessari skrýmslavæðingu, gerendur eru bara alls konar, þeir eru góðir við mömmu sína, þeir eru kannski að sinna góðgerðarmálefnum, þeir eru bara manneskjur með allt sitt litróf eins og við hin, en af einhverjum ástæðum taka þeir ákvörðun um að brjóta á öðrum einstaklingi.“

Í þættinum er einnig rætt við Huldu, talskonu neyðarmóttökunar um þá starfsemi. Tanja Ísfjörð brýtur upp þáttinn og kemur inn á sína reynslu og annarra af því að vera úthlutað réttargæslumanneskju.

Viðtalið við Sigrúnu hefst eftir um 30 mínútur af þættinum en þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“