Erling Braut Haaland gekk í raðir Manchester City frá Borussia Dortmund fyrr í sumar.
Skiptin höfðu legið í loftinu frá því snemma í vor.
Haaland raðaði inn mörkunum fyrir Dortmund frá því hann gekk í raðir félagsins í janúar 2020.
Norðmaðurinn segir að landi hans, Ole Gunnar Solskjær, hafi óskað sér til hamingju eftir að hann gekk í raðir City.
„Þegar ég skrifaði undir hjá City óskaði hann mér til hamingju og óskaði mér góðs gengis í „rögum hluta“ Manchester,“ sagði Haaland léttur.
Solskjær lék auðvitað með erkifjendum Man City í Manchester United á leikmannaferlinum. Þá var hann stjóri liðsins frá 2019 og þar til í desember á síðasta ári.