fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 09:46

Hér er á ferðinni ekta frönsk möndlukaka sem er að finna á bloggsíðunni hjá Alberti Eiríks sem veit fátt skemmtilegra en að fá uppskriftir héðan og þaðan. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í smiðju Alberts Eiríks okkar sem heldur úti bloggsíðunni Albert eldar er að finna þessa dásamlegu frönsku möndluköku sem er fullkomin til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka í dag 14.júlí, Bastilludeginum.

„Heba Eir kom færandi hendi með þrusu góða tertu sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar, franskar ömmur kunna þetta,“ segir Albert. Albert bætir jafnframt við að það megi segja að þetta sé ekta frönsk ömmumöndlukaka, mjög klassísk „gateau de mamie“ eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. „Þessi möndlukaka er oft borðuð á jólum en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka. Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska,“ segir Albert að lokum.

Nú er bara að vinda sér í baksturinn og prófa og þessi er fullkomin með ljúffengu kampavíni.

Heba Eir er hér með frönsku möndlukökuna ljúfu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frönsk möndlukaka

1 & ¾ dl. Grískt jógúrt

200 g sykur

4 stór egg

3 & ¾ dl hveiti

2 dl möndlumjöl

3 tsk. lyftiduft

¾  tsk. salt

1 tsk. möndludropar

2 tsk. vanilludropar

1 & ¾  dl olía (sólblómaolía, isio 4 olía / lyktarlaus matarolía)

Glaze eða Sýróp

1 tsk. (fínt) rifinn appelsínubörkur

3 msk. ferskur appelsínusafi

1 tsk. vanilludropar

½  tsk. möndludropar

1 & ½  dl flórsykur (plús meira til að setja ofan á, ef vill)

1 & ¼  dl sneiddar möndlur / möndluflögur

Stillið ofninn á 175°C. Takið bökunarform (23cm hentar vel) og nuddið með ósöltuðu smjöri eða olíu. Leggið til hliðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið úr möndluflögunum, þetta fer inn í ofn í 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar / ljósbrúnar. Hristið aðeins upp í möndlunum á 5 mínútna fresti. Leggið svo til hliðar og leyfið möndlunum að kólna.

Blandið saman appelsínusafa, appelsínuberki, flórsykri, vanillu- og möndludropum í litla skál fyrir sýrópið. Hrærir saman þar til áferðin verður silkimjúk og leggið til hliðar.

Í stóra skál, blandið saman jógúrti, sykri og eggjum. Hrærið þar til vel blandað. Bætið við hveiti, möndlumjöli, lyftidufti, salti, vanillu- og möndludropum, hrærið lauslega og „rétt“ leyfið því að blandast. Bætið olíu við og hrærið vel. Ekki hafa áhyggjur ef þetta virðist skilja sig í fyrstu, haldið áfram að hræra þar til mjúkt. Tekur um 2-3 mínútur.

Hellið deiginu í formið. Bakið í u.þ.b. 35-45 mínútur eða þar til kakan verður stinn, gangið úr skugga um að hún sé bökuð í gegn og stingið í miðjuna. Ef kakan er orðin of brún á endunum en ekki tilbúin í miðjunni, leggið þá álpappír lauslega yfir og bakið seinustu mínúturnar. Passið vel að ofbaka ekki kökuna. Látið kólna í um 10 mínútur.

Á meðan kakan er ennþá heit, takið matreiðslupensil, teskeið eða þægilegan hníf og dreifið úr öllu sýrópinu yfir kökuna. Takið möndluflögurnar og stráið yfir alla kökuna á meðan sýrópið er ennþá blautt, ýtið mjúklega á möndlurnar svo þær límist við. Leyfið kökunni að kólna alveg, sáldrið flórsykri yfir ef vill og bjóðið upp á.

Svo er bara að opna kampavín og skála fyrir þjóðhátíðardegi Frakka og njóta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum