fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Svona oft á að fara í bað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu? Ert þú manngerðin sem fer í bað einu sinni eða oftar á dag? Eða ert þú manngerðin sem fer ekki í bað nema nauðsyn krefji?

Ef þú ert önnur þessara manngerða þá eru baðvenjur þínar ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga. Þeir segja að það sé nóg að fara í bað tvisvar í viku.

Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar. Time.com skýrði frá þessu. Fram kemur að Elaine Larson, smitsjúkdómasérfræðingur við Columbia University School of Nursing, segi að engin ástæða sé til að fara daglega í bað. Larson vann að rannsókninni.

„Fólk heldur að það fari í bað af hreinlætisástæðum eða til að verða hreinna en út frá bakteríufræði er það ekki þannig. Bað fjarlægir lykt, ef það er ólykt af þér eða þú varst á æfingu,“ sagði hún og bætti við að það sé mikilvægara að muna að þvo sér reglulega um hendurnar og það vel.

C. Brandon Mitchell, prófessor í húðsjúkdómafræði við George Washington University, sagði að ef fólk vilji endilega fara í bað daglega eigi það að einbeita sér að mikilvægustu svæðunum, ekki öllum líkamanum því sum svæði geti ofþornað. Hann sagði að mikilvægast sé að þvo handarkrikana, endaþarminn og kynfærin því þetta séu þau svæði sem framleiði sterkustu lyktina. Restin af líkamanum þarfnist ekki sápuþvottar daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið