fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Leystu 43 ára morðmál – Útilokað að rétta yfir morðingjanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 22:00

Lesia Michell Jackson Mynd:Montgomery County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. september 1979 fór Lesia Michell Jackson í sundferð að vatni einu í Texas með fjölskyldu sinni og vinum. Hún hvarf skyndilega. Daginn eftir fundust gleraugu hennar og nokkrum dögum síðar lík hennar. Hún hafði verið myrt en áður hafði henni verið nauðgað.

Lögreglan hafði ekki upp á morðingja hennar en gafst ekki upp og hefur haft málið til rannsóknar í þau tæpu 43 ár sem eru liðin frá því að Lesia var myrt.

Nú hefur henni loksins tekist að leysa málið en það var gert með nýrri DNA-tækni sem gerði henni kleift að rannsaka erfðaefni sem fannst á lík Lesia. Niðurstöðurnar voru sendar til alríkislögreglunnar FBI sem gerði leit í gagnagrunni sínum.

Upp kom nafn Gerald Dwight Casey. Í síðustu viku var síðan staðfest endanlega að erfðaefnið væri úr honum en þá lauk rannsókn á blóðsýni úr honum sem var í vörslu FBI.

Ekki verður hægt að ákæra Casey né rétta yfir honum þar sem hann var tekinn af lífi 2002 fyrir annað morð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti