Klukkan 21 var tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði. Þetta reyndist vera minniháttar eldur og náði tilkynnandi að slökkva hann sjálfur áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang.
Fjórir ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra hafði lent í umferðaróhappi áður en hann var handtekinn. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir reyndust vera sviptir ökuréttindum.
Í Hafnarfirði var brotist inn í tvö atvinnuhúsnæði og fjármunum stolið.
Tvö rafskútuslys urðu í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi og nótt.
Einn var handtekinn í verslun í Árbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi en viðkomandi hafði reynt að stela úr versluninni. Hann neitaði að veita lögreglu umbeðnar persónuupplýsingar og var að lokum vistaður í fangageymslu.