Miðjumaðurinn Willum Þór Willumsson er á leið til Hollands en það eru hollenskir miðlar sem fullyrða þetta í kvöld.
Willum hefur undanfarin ár spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi en er nú á förum þaðan.
Willum er 23 ára gamall miðjumaður og gekk í raðir BATE frá Blikum árið 2019 og á að baki tæplega 50 leiki.
Go Ahead Eagles í Hollandi er að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem á eftir að gangast undir læknisskoðun.
Tekið er fram að félagaskiptin verði bráðlega staðfest en Go Ahead Eagles leikur í efstu deild Hollands.