Tveimur mönnum var snemma í morgun bjargað af strandveiðibáti á Breiðafirði en leki hafði komið að bátnum. Lekinn var mikill og höfðu dælur bátsins ekki undan. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og aðeins sex mínútum eftir útkallið var búið að bjarga tveimur mönnum sem voru um borð yfir í nærstaddan bát. Fréttatilkynning Landshelgisgæslunnar um málið er eftirfarandi:
„Mannbjörg varð í morgun þegar leki kom að standveiðibát á Breiðafirði. Neyðarkall barst frá bátnum kl.0720 sem var þá staddur á miðjum Breiðafirði og voru tveir menn um borð. Mikil leki hafði komið að bátnum og höfðu dælur hans ekki undan. Þegar var kallað á nærstadda báta og þyrla boðuð út á hæst forgangi. Aðeins sex mínútum seinna eða kl.0726 var búið að bjarga báðum mönnunum um borð í nærstaddan bát en skömmu síðar var báturinn komin á hliðina þar sem hann marraði í hálfu kafi. Björgunarskipið Björg frá Rifi fór á vettvang og er að skoða möguleika á að draga bátinn í land.“