fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Mönnum bjargað af strandveiðibáti á Breiðafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 13:09

Mynd sýnir TF-GRO. Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur mönnum var snemma í morgun bjargað af strandveiðibáti á Breiðafirði en leki hafði komið að bátnum. Lekinn var mikill og höfðu dælur bátsins ekki undan. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og aðeins sex mínútum eftir útkallið var búið að bjarga tveimur mönnum sem voru um borð yfir í nærstaddan bát. Fréttatilkynning Landshelgisgæslunnar um málið er eftirfarandi:

„Mannbjörg varð í morgun þegar leki kom að standveiðibát  á Breiðafirði. Neyðarkall barst frá bátnum kl.0720 sem var þá staddur á miðjum Breiðafirði og voru tveir menn um borð. Mikil leki hafði komið að bátnum og höfðu dælur hans ekki undan. Þegar var kallað á nærstadda báta og þyrla boðuð út á hæst forgangi. Aðeins sex mínútum seinna eða kl.0726 var búið að bjarga báðum mönnunum um borð í nærstaddan bát en skömmu síðar var báturinn komin á hliðina þar sem hann marraði í hálfu kafi. Björgunarskipið Björg frá Rifi fór á vettvang og er að skoða möguleika á að draga bátinn í land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá