fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Dagur segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eins og sena úr Verbúðinni – „Á þetta bara að vera svona?“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 10:21

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir og viðtöl af kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík er einsog sena úr Verbúðinni. Bókstaflega,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í nýrri færslu á Facebook.

Síldarvinnslan hefur keypt Vísi á 31 milljarð króna og greiðir félagið 20 milljarða fyrir allt hlutafé í Vísi og tekur yfir ellefu milljarða króna af vaxtaberandi skuldum. Vísir er í eigu sjö ein­stak­linga sem öll tengj­ast fjöl­skyldu­bönd­um en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og hlutahafafundar Síldarvinnslunnar.

Dagur deilir aðsendri grein á Vísir.is eftir hagfræðinginn Þórð Gunnarsson sem ber heitið „Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnsluna“ og segir að meðfylgjandi greining Þórðar á kaupverðinu bendi eindregið til þess að kaupverðið „taki EKKI mikið mið af rekstri eða rekstrarárangri Vísis heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum – einmitt, kvótanum sem er eða á að heita þjóðareign.“

Á þetta bara að vera svona?

Þá segir hann að helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi séu með öðrum orðum að það sé ekkert að marka orð og fyrirheit stjórnmálamanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renni til þjóðarinnar.

„Og að engar breytingar á því séu líklegar. Á sama tíma horfum við upp á vanfjármagnað heilbrigðis- og velferðarkerfi án þess að lausnir á því séu í sjónmáli. Er eðlilegt að viðbrögð stjórnmálanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið? Á þetta bara að vera svona?“ spyr Dagur.

Katrín hefur áhyggjur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið út að hún hafi áhyggjur af að samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi sé orðin of mikil í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi. Í samtali við RUV í gær segist hún einnig áhyggjur af að hagræðing sé látin vega þyngra en samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi.

Bjarni hefur engar áhyggjur

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, deilir hins vegar ekki áhyggjum Katrínar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær var hann spurður af mbl.is hvort hann hefði áhyggjur af því að kvótinn væri að safnast á hendur örfárra og svaraði hann: „Við erum með regl­ur um þau mál og svona viðskipti fara bara í skoðun sam­kvæmt þeim regl­um. Ég hef enga sér­staka ástæðu til að ætla að það sé verið að fara á svig við þær regl­ur í þess­um viðskipt­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi