fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Nýir stjórnendur í MR og Kvennaskólanum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað nýjan rektor Menntaskólans í Reykjavík ásamt nýjum skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Sólveig Guðrún Hannesdóttir sem mun taka við embætti rektors MR um mánaðamótin hefur starfað sem kennari við skólann frá árinu 2008 og verið fagstjóri í líffræði og jarðfræði við skólann. Hún tekur við starfinu af Elísabetu Siemsen sem hefur starfað sem rektor undanfarin fimm ár.

Hún hefur átt sæti í skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara frá árinu 2018 og í stjórn Samlífs, félags líffræðikennara frá árinu 2013. Á árunum 2004–2015 var hún matsaðili umsókna um styrki frá Rannís.

Sólveig er með B.S.-próf í sameindalíffræði, frumulíffræði og örverufræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í ónæmisfræði frá University College í Lundúnum. Hún lauk námi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands árið 2007 og diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla árið 2021. Sólveig var nýdoktor (Post-doc) við Landspítala – Háskólasjúkrahús árin 2001–2008 og sinnti á sama árabili kennslu við líffræðideild, hjúkrunarfræðideild og læknadeild Háskóla Íslands.

Alls sóttu sex um embættið. Einn dró umsókn sína til baka.

Kolfinna Jóhannesdóttir mun taka við embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík. Kolfinna starfaði sem sviðsstjóri greiningarsviðs Menntamálastofnunar 2018–2022 og sérfræðingur á sviði framhaldsskólamála og teymisstjóri framhaldsskóla- og velferðarmála hjá stofnuninni 2016–2018. Hún var skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar 2011–2014 þegar hún tók við starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar sem hún gegndi til ársins 2016.

Kolfinna er með háskólapróf í rekstrarfræðum frá Samvinnuháskólanum á Bifröst, B.S.-gráðu í viðskiptafræði og M.A.-gráðu í hagnýtum hagvísindum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hún er jafnframt með diplómu í kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík, diplómu í menntaforystu og stjórnun frá Háskólanum í Nottingham. Hún hefur stundað doktorsnám á sviði menntavísinda frá árinu 2016, fyrst við Háskólann í Nottingham og síðan við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Alls sóttu átta um embættið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá