fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Smitaði fyrrum eiginkonu sína vísvitandi af COVID-19 – Dæmdur í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 22:25

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára karlmaður, frá Fjóni í Danmörku, var nýlega dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir að hafa vísvitandi smitað fyrrum eiginkonu sína af COVID-19.

Fyens Stifttidende  skýrir frá þessu. Fram kemur að eftir deilur mannsins og konunnar um hvort dóttir þeirra mætti horfa á jóladagatalið í sjónvarpinu og um sjónvarp dótturinnar hafi hann mætt heim til hennar þann 4. desember síðastliðinn til að sækja sjónvarpið sitt.

Konan neitaði að hleypa honum inn vegna þess hversu æstur hann var. Hún opnaði þvottahúsgluggann og bað hann um að fara í burtu.

Hann var ósáttur við þetta og hóstaði margoft á konuna, á meðan hann stóð nálægt glugganum, og sagðist vona að hún fengi COVID-19. Sjálfur hafði hann greinst með COVID-19 nokkrum dögum áður.

Skömmu eftir þetta greindust konan og dóttir þeirra með COVID-19.

Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldi með því að hafa ráðist á líkama konunnar með því að hósta vísvitandi á hana.

Hann var dæmdur í 20 daga fangelsi. Hann unir dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga