fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 08:18

Svona gæti þetta litið út á sunnudaginn. Mynd:Met Office/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld búa sig nú undir neyðarástand um næstu helgi vegna mikilla hita. Hitamet gætu fallið ef spár ganga eftir og eru yfirvöld undir það búin að lýsa yfir neyðarástandi á fjórða stigi.

Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Segja þeir að háttsettir embættismenn hafi nú þegar fundað um viðbrögð við væntanlegri hitabylgju.

Ef neyðarástandi verður lýst yfir mun það hafa áhrif á skólastarf, samgöngur og heilbrigðiskerfið.

Nýjustu spár bresku veðurstofunnar, Met Office, segja að 30% líkur séu á að hitamet falli á sunnudaginn og að þá mælist hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst á Bretlandseyjum. Hefur veðurstofan sent út viðvörun vegna þessa.

Núverandi hitamet er 38,7 gráður en það var sett í Cambridge 2019. Ýjað hefur verið að því í breskum fjölmiðlum að hitinn geti farið í allt að 40 gráður.

En það eru fleiri en Bretar sem glíma við mikinn hita þessa dagana. Á Spáni og í Portúgal er hitinn víða um og yfir 40 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið