fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 08:18

Svona gæti þetta litið út á sunnudaginn. Mynd:Met Office/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld búa sig nú undir neyðarástand um næstu helgi vegna mikilla hita. Hitamet gætu fallið ef spár ganga eftir og eru yfirvöld undir það búin að lýsa yfir neyðarástandi á fjórða stigi.

Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Segja þeir að háttsettir embættismenn hafi nú þegar fundað um viðbrögð við væntanlegri hitabylgju.

Ef neyðarástandi verður lýst yfir mun það hafa áhrif á skólastarf, samgöngur og heilbrigðiskerfið.

Nýjustu spár bresku veðurstofunnar, Met Office, segja að 30% líkur séu á að hitamet falli á sunnudaginn og að þá mælist hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst á Bretlandseyjum. Hefur veðurstofan sent út viðvörun vegna þessa.

Núverandi hitamet er 38,7 gráður en það var sett í Cambridge 2019. Ýjað hefur verið að því í breskum fjölmiðlum að hitinn geti farið í allt að 40 gráður.

En það eru fleiri en Bretar sem glíma við mikinn hita þessa dagana. Á Spáni og í Portúgal er hitinn víða um og yfir 40 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift