fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
433Sport

Özil í viðræðum um að rifta samningnum

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil er í viðræðum við Fenerbahce um að rifta samningi sínum við tyrknenska félagið.

Goal.com staðfestir þessar fréttir í dag en Özil hafði áður sagt að það væri hans vilji að enda ferilinn hjá félaginu.

Özil er 33 ára gamall og koma þessar fréttir á óvart en hann er launahæsti leikmaður liðsins eftir að hafa komið frá Arsenal.

Özil gekk í raðir Fenerbahce frá Arsenal í janúar 2021 en hefur ekki staðist væntingar og aðeins spilað 36 leiki.

Özil og Ismail Kartal, stjóri Fenerbahce, ná ekki vel saman og er það stór ástæða fyrir því að samningnum verði líklega rift. Hann spilaði ekkert síðustu fjóra mánuði síðasta tímabils.

Samningur Þjóðverjans rennur ekki út fyrr en árið 2024 en lið í Bandaríkjunum eru nú að skoða það að fá hann í sínar raðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvær ‘geitur’ skiptust á treyjum – Sjáðu myndirnar

Tvær ‘geitur’ skiptust á treyjum – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir lykilmenn sáust æfa með aðalliðinu á ný

Tveir lykilmenn sáust æfa með aðalliðinu á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir fengu hrós eftir hina skelfilegu frammistöðu

Tveir fengu hrós eftir hina skelfilegu frammistöðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Romano um sögusagnirnar: ,,Algjört kjaftæði“

Romano um sögusagnirnar: ,,Algjört kjaftæði“
433Sport
Í gær

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla
433Sport
Í gær

Orðaður við Tyrkland eftir fjóra byrjunarliðsleiki á Ítalíu

Orðaður við Tyrkland eftir fjóra byrjunarliðsleiki á Ítalíu