fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
433Sport

Stjörnuleikmaður Hollendinga smituð af Covid-19 – Fer í einangrun og missir af næsta leik

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 17:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir áfalli þar sem liðið er nú statt á EM á Englandi. Vivianne Miedema, stjörnuleikmaður liðsins og markahrókur hefur greinst smituð af Covid-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska knattspyrnusambandinu. Miedama mun því að minnsta kosti missa af næsta leik Hollands sem er annað kvöld gegn Portúgal.

,,Miedema hefur greinst smituð af Covid-19 og mun því þurfa að vera í einangrun næstu daga. Þegar að hún er orðin einkennalaus og greinist neikvæð getur hún komið aftur til móts við liðið,“ segir í tilkynningu frá hollenska knattspyrnusambandinu.

Hollendingar gerðu 1-1 jafntefli við Svía í fyrsta leik sínum, mæta Portúgal á morgun og Sviss í lokaleik sínum í riðlakeppninni á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvær ‘geitur’ skiptust á treyjum – Sjáðu myndirnar

Tvær ‘geitur’ skiptust á treyjum – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir lykilmenn sáust æfa með aðalliðinu á ný

Tveir lykilmenn sáust æfa með aðalliðinu á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir fengu hrós eftir hina skelfilegu frammistöðu

Tveir fengu hrós eftir hina skelfilegu frammistöðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Romano um sögusagnirnar: ,,Algjört kjaftæði“

Romano um sögusagnirnar: ,,Algjört kjaftæði“
433Sport
Í gær

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla
433Sport
Í gær

Orðaður við Tyrkland eftir fjóra byrjunarliðsleiki á Ítalíu

Orðaður við Tyrkland eftir fjóra byrjunarliðsleiki á Ítalíu