Mikill fjöldi gesta kom á hátíðarsvæðið og kynnti sér allt á grillið þrátt fyrir smá sudda. Grillpylsa ársins var valin cheddar – jalapeno – beikon pylsa frá Ali en dómnefnd var skipuð þekktum matgæðingum m.a. þeim Hrefnu Sætran, Lækninum í eldhúsinu og BBQ kónginum.
Metaðsókn var á Kótelettuna um helgina en hátíðin var haldin í 12 skipti. Um tíu þúsund manns komu á Stóru grillsýninguna á laugardeginum og um fjögur þúsund gestir mættu á tónlistarhátíðina þar sem fjöldi þekktra tónlistarmanna spilaði. Hátíðin heppnaðist mjög vel að sögn Einars.
,,Kótelettan fór vel fram að vanda og við erum afar ánægð með hvernig til tókst um helgina. Gestir skemmtu sér vel og friðsamlega og voru til fyrirmyndar upp til hópa þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið upp á sitt besta,“ segir Einar sem hefur stýrt Kótelettunni öll 12 árin.