Sir Mo Farah, ein skærasta frjálsíþróttastjarna Bretlands, var fórnarlamb mansals sem barn. Hann var fluttur ólöglega til Bretlands frá Sómalíu, undir nafni annars barn, og látinn vinna sem þjónn á bresku heimili. Honum var gefið nafnið Mohamed Farah en hans raunverulega nafn er Hussein Abdi Kahin.
Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd BBC um Farah sem hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og víðar enda er hann einn dáðasti íþróttamaður Breta og fjórfaldur Ólympíumeistari. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki sá sem ég hef sagst vera,“ segir Farah í viðtalinu.
Íþróttastjarnan, sem í dag er 39 ára gamall, greinir frá því að faðir hans, Abdi, hafi verið drepinn í borgarstyrjöld í Sómalílandi þegar Farah var aðeins 4 ára gamall sem lagði fjölskyldu hans í rúst. Hingað til hefur hann sagt að foreldrar hans flust til Bretlands til að hefja nýtt líf en það var ekki satt.
Eftir dauða föður Farah varð hann viðskila við móður sína og komst í hendur óprúttina aðila. Að lokum sem sendu þessir aðilar hann til Bretlands, þegar Farah var 8-9 ára gamall, til að starfa sem þjónn fyrir efnaða fjölskyldu þar sem hann var látinn sinna húsverkum og passa börn.
Farah ferðaðist með konu einni til Bretlands sem í kjölfarið sagði honum að ef hann myndi einhvern tímann vilja sá fjölskyldu sína aftur þá mætti hann aldrei segja orð um uppruna sinn.
Nokkrum árum síðar fékk Farah leyfi til þess að fara í skóla og þar endaði hann með að trúa vinveittum kennara fyrir aðstæðum sínum. Kennarinn hafði samband við félagsþjónustuna sem frelsaði Farah úr aðstæðum sínum og kom honum í fóstur hjá sómalskri fjölskyldu.
„Ég saknaði enn raunverulegrar fjölskyldu minnar en aðstæður mínar bötnuðu mjög við þetta,“ segir Farah í myndinni. Hann fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 og fljótlega komu ótrúlegir hlaupahæfileikar hans í ljós.