fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ævi og örlög Kamelstúlkunnar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 11. júlí 2022 22:00

Ella Harper 16 ára gömul.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ella Harper var fædd í Tennessee, þann 5. janúar árið 1870. Hún fæddist með afar sjaldgæfa fötlun en hnén á henni sneru öfugt. Því fannst Ellu mun þægilegra að ganga um á fjórum fótum  

Hún átti eftir að verða betur þekkt sem ,,Kamelstúlkan” 

Foreldrar hennar voru bændafólk og var Ella ein fimm barna þeirra hjóna. Ella var skýr stúlka sem áttaði sig ung á hversu fólk sótti í að horfa á hana og ákvað að nýta sér fötlunina til að afla sér og fjölskyldu sinni fjár.

Ella 12 ára gömul.

Sýningar á ,,fríkum” voru afar vinsælar á þessu árum en enginn þeirra státaði af neinu sem líktist sérkennilegu útliti Ellu. Hún var aðeins 12 ára þegar að hún gekk til liðs við lítinn sýningarhóp. Sýningarmaðurinn W.H. Harris heyrði af þessari einstöku stúlku og eftir að hafa séð hana bauð hann henni veglega fjárhæð fyrir að ganga til liðs við sýningu hans, Nickel Plate Circus, sem þegar státaði af ljónatemjurum og fimleikafólki.

Ella Harper gekk til liðs við Harris 16 ára gömul og varð stjarna sýningarinnar undir nafninu ,,Kamelstúlkan.”

Fékk nóg

Ella fékk 200 dollara í laun á viku sem uppfært myndi vera hvorki meira né minna en um 700 þúsund krónur íslenskar. Hún keypti sér hús og gat létt undir með fjölskyldu sinni en þurfti að greiða fyrir bílífið með því að vera niðurlægð dag eftir dag og kvöld eftir kvöld.

Harris datt meira að segja í hug að sýna hana með kameldýr sér við hlið til að ýta undir líkindin. Almenningur góndi og fullt var út úr dyrum á allar sýningar.

Nickel-Plate sýning auglýst.

Ella var aftur á móti með annað í huga en láta góna á sig ævina á enda. Hún vildi mennta sig og eftir eitt ár af sýningum, árið 1887,  sagði hún komið gott og yfirgaf sýningartjaldið endanlega.

Eftir að stuttum sýningarferli Ellu lauk er talið að hún hafi aflað sér menntunar og snúið svo aftur á æskustöðvarnar. Líf hennar var að mörgu leyti til sorg, faðir hennar lést í eldsvoða árið 1890 og fimm árum síðar lést bróðir hennar af slysförum.

Barnamissir og krabbamein

Ella varð ástfangin af grunnskólakennara að nafni Robert Savely og gengu þau í hjónaband þann 28. júní árið 1905. Ella var þá orðin 35 ára og eignaðist sitt fyrsta barn, stúlku sem nefnd var Mabel, ári síðar. Litla stúlkan lést aftur á móti aðeins 6 mánaða gömul og voru Ella og Robert harmi slegin yfir missi barnsins. Þeim tókst ekki að eignast annað barn en ættleiddu nýfætt stúlkubarn árið 1908 og nefndu hana Jewel. Hún lést einnig, aðeins þriggja mánaða gömul.

Ella frá frá sér af sorg auk þess sem hún hafði greinst með ristilkrabbamein. Fylgdi hún dætrum sínum, föður og bróður í gröfina þann 19. desember 1921, ríflega fimmtug að aldri. Hún var jörðuð við hlið litlu telpnanna.

Í grein sem skrifuð var um Ellu meðan á sýningarferli hennar stóð var skrifaði blaðamaður eftirfarandi:

,,Það er sagt að það sé ekkert hér á jörðu sem líkist henni, hún sé einstök. En hún er einfaldlega lagleg ung stúlka sem er með hné sem snúa öfugt.”

Það var merkilega rétt lýsing á Ellu Harper sem þó verður minnst í sögubókunum sem ,,Kamelstúlkunni.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024