Bandarískur ferðamaður hlaut minniháttar áverka eftir að hafa dottið ofan í gíg Vesúvíusarfjalls til að ná í símann sinn, sem hann hafði misst ofan í. Atvikið átti sér stað á laugardaginn þegar 23 ára ferðamaðurinn og fjölskyldan hans kleif 1281 metra háan tind fjallsins.
Samkvæmt miðlinum Wanted in Rome, laumaðist ferðamaðurinn og þrír ættingjar hans fram hjá innganginum að gönguleiðinni og fóru óleyfilega leið upp fjallið. Hann var að taka af sér sjálfu við gíginn þegar hann missti símann ofan í.
Ferðamaðurinn ákvað þá að klifra ofan í gíginn til að ná í símann en hrundi marga metra niður hlíðina eftir að hann missti jafnvægið. Viðbragsðaðilar náðu að draga manninn upp úr gígnum og hlúðu að sárum hans.
Ferðalanginn og ættingjar hans þrír voru ákærðir fyrir ólöglegu fjallgönguna sína, samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir hættuna sem steðjar að þessu afar virka eldfjalli er það mjög vinsælt meðal ferðamanna á svæðinu að klífa það.