fbpx
Sunnudagur 07.júlí 2024
Fréttir

Dómur í skaðabótamáli: Hrikalegar afleiðingar af umferðarslysi – Settist upp í bíl með drukknum ökumanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. júlí 2022 17:00

Mynd/Pixabay - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í skaðabótamáli manns vegn Vátryggingafélagi Íslands. Maðurinn gerði kröfur um bætur upp á rúmlega 140 milljónir króna úr ábyrgðartryggingu ökumanns sem hann sat í bíl með.

Atvikið átti sér stað árið 2017. Bílnum var ekið á gangstéttarkant, fór yfir gangstéttina, lenti á ljósastaur og kastaðist síðan utan í klettavegg áður en hann valt og staðnæmdist á hægri hlið. Átti slysið sér stað um hálfimmleytið að nóttu. Þegar lögregla kom á slysstað lá maðurinn fastur undir hægri hlið bílsins með andlitið við jörðu. Fætur hans lágu undir bílnum og virtist mikið undið upp á líkamann.

Maðurinn var ekki með lífsmörk en var endurlífgaður á slysa- og bráðadeild LSH. Miklar afleiðingar voru af slysinu, bæði skammtíma- og langtíma. Starfsgeta mannsins var skert um langan tíma og skammtímaminni hans var mjög takmarkað. Einnig átti hann lengi í vanda með tal og málskilning.

Vátryggingafélag Íslands gerði upp við manninn árið 2019 en skerti bætur hans um 2/3 þar sem hann væri meðsekur í atvikinu. Ástæðan er sú að hann settist upp í bíl með ökumanni sem hann vissi að væri drukkinn. Hafi hann sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, að setja upp í bílinn, vitandi af ástandi ökumannsins, en þeir höfðu verið lengi einir um nóttina og setið við drykkju. Vísbendingar eru um að drukkið hafi verið áfengi í bílnum áður en slysið varð.

Um þetta efni var meginágreiningur málsaðila en svo fór að Héraðsdómur Reykjavíkur var sammála afstöðu tryggingafélagsins og sýknaði það af öllum kröfum mannsins.

Ítarlegan dóm má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn fá að kenna á nýrri taktík Pútíns

Úkraínumenn fá að kenna á nýrri taktík Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Þrengslum að stærð 3,1

Skjálfti í Þrengslum að stærð 3,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að allt sjóði upp úr í Frakklandi

Óttast að allt sjóði upp úr í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir sem var laminn fyrir að neita manni um morfínlyf fær ekki bætur – „Ertu að kýla mig helvítið þitt?“

Læknir sem var laminn fyrir að neita manni um morfínlyf fær ekki bætur – „Ertu að kýla mig helvítið þitt?“