fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Djúsí ostabrauðbröllur sem enginn stenst

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 11. júlí 2022 11:35

Djúsí ostabrauðbröllur af betri gerðinni. Þið eigið eftir að elska þessar djúsí ostabrauðbröllur sem koma úr smiðju Lindu Ben. MYNDIR/LINDA BEN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þið eigið eftir að elska þessar djúsí ostabrauðbröllur, svo syndsamlega ljúffengar. Heiðurinn á þessum á engin önnur en Linda Ben okkar, einn af okkar ástsælustu matarbloggurum sem heldur úti bloggsíðunni Linda Ben. Við getum lofað ykkur því að þetta eru ostabrauðbröllur sem enginn stenst. Nú er bara að prófa.

Maður byrjar á því að skera brauðið að ofan í tígla, passið að skera ekki niður í botninn. Bræðið smjör og bætið út í það hvítlaukskryddi, notið skeið til að koma því alveg ofan í rákirnar á brauðinu en það er líka hægt að nota pensil. Skerið steinselju og bætið henni ofan í rifinn mozarella, troðið svo ostablöndunni alveg ofan í rákirnar. Pakkið brauðinu inn í álpappír en passið að klessa hann ekki upp við brauðið. Bakið inn í ofni fyrst með ápappírinn lokaðan en opnið hann svo til að brúna skorpuna. Berið brauðið fram heitt með pizzasósu og þið

Heilt súrdeigsbrauð eða ítalsktbrauð

150 g smjör

1 msk hvítlaukskrydd

230 g rifinn mozarella frá Örnu Mjólkurvörum

1/2-1 dl fersk steinselja söxuð niður

1-2 dl pizzasósa

Kveikið á ofninum og stillið á 190°C, undir og yfir hita. Skerið tíglamynstur í brauðið með því að skera ofan í það rendur með ca 2 cm millibili en passið að skera ekki alveg í gegn, botninn á að vera heill. Snúið brauðinu og skerið þvert á rendurnar þannig að það myndist tíglar. Setjið álpappír undir brauðið, hann þarf að vera það stór að hægt sé að loka álpappírnum þannig að það hylji alveg brauðið. Bræðið smjörið og bætið út í það hvítlaukskryddinu. Notið bæði skeið og pensil til að setja smjörið ofan í brauðið, gott að pensla fyrst yfir, opna svo raufarnar á brauðinu og hella smjörinu ofan í með matskeið, pensla svo aftur yfir. Saxið niður ferska steinselju og blandið saman við rifna ostinn, setjið ostablönduna vel inn í rákirnar á brauðinu, það er í góðu lagi þó svo að það sé einhver ostur ofan á brauðinu. Hyljið brauðið með álpappírnum, reynið að láta álpappírinn ekki snerta brauðið mikið svo osturinn klessist ekki allur við álpappírinn, en allt í lagi að það gerist smá. Bakið inn í ofni í 15 mín, opnið álpappírinn og bakið áfram í 5-10 mín til að fá fallegan lit á skorpuna. Setjið pizzasósu í skál. Berið fram á meðan brauðið er ennþá heitt með pizzasósunni og dýfið ostabrauðbröllunum ofan í pizzasósuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum