fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Guðný Arna Sveinsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Arna Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar og mun hefja störf í september 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri.

Guðný Arna kemur til Össurar frá Kviku banka og dótturfélögum þar sem hún hefur starfað síðastliðið ár í fjármálatengdum störfum.

Hún starfaði í 10 ár fyrir lyfjafyrirtækið Teva/Actavis bæði í Sviss og í Bandaríkjunum, meðal annars sem fjármálastjóri samheitalyfjaþróunar. Guðný Arna vann hjá Kaupþingi á árunum 2001-2008, meðal annars sem fjármálastjóri. Einnig hefur hún starfað hjá Eimskip og PWC í Stokkhólmi.Hún lauk Cand.oecon. í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaranámi í reikningsskilum og fjármálum frá háskólanum í Uppsala árið 1996.Guðný Arna tekur við starfinu af Sveini Sölvasyni sem tók nýlega við sem forstjóri félagsins.

“Guðný Arna er reynslumikill stjórnandi með víðtæka reynslu af fjármálastjórn í alþjóðlegu umhverfi. Hún bætist við framúrskarandi hóp starfsmanna sem leggur áherslu á árangursdrifna teymisvinnu og það er mjög ánægjulegt að fá hana til liðs við okkur,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar hf. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka