fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Leitar upplýsinga um Íslending sem hvarf sporlaust fyrir 100 árum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. júlí 2022 07:00

Árni Magnússon Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Hólmgeir Halldórsson hefur um árabil haldið úti Facebook-síðunni Íslensk mannshvörf þar sem birtast reglulega færslur um Íslendinga sem hafa horfið sporlaust. Áhugamálið vatt upp á sig þegar bókin SAKNAÐ kom út árið 2019 en nú er framhaldsverkefni í gangi samkvæmt tilkynningu frá Bjarka.

Bjarki er frá Aðaldal og á síðunni óskar hann eftir upplýsingum um hvarf sveitunga síns sem hét Árni Magnússon Árnason. Hundrað ár eru liðin frá því að Árni hvarf með dularfullum hætti og er lítið til af upplýsingum um atburðinn. Vonast Bjarki til að frásagnir af Árna eða hvarfinu gætu hafa lifað mann frá manni eða einhverjir verið með eða legið á dagbókum forfeðra sinna frá þessum tímabila þar sem  eitthvað mætti finna um þennann atburð. Óskar Bjarki því eftir að slíkum upplýsingum verði komið til sín, hversu smávægilegum sem þær eru.

Í færslunni kemur fram að Árni var  fæddur í Rauðuskriðu í Aðaldal 30.september árið 1901. Hann var sonur hjónana Friðriku Bjarnadóttur og Árna Jónssonar. Síðar búa þau á Jódísarstöðum í Aðaldal.

Segist Bjarki hafa upplýsingar um að Árni hafi hafi verið kallaður Árni Magg og verið kennari hjá Vilhjálmi Friðlaugssyni í Torfunesi árið 1920.

„Haustið 1921 flytur hann til Reykjavíkur til að vera nær heit mey sinni. Einhverntiman á tímabilinu 04. nóvember 1921-03. febrúar.1922 hverfur hann sporlaust. Nákvæmari dagsettning liggur ekki fyrir og engar skýrslur eða gögn hafa fundist á þjóðskjasafninu um hvarf hans. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við Árna Njálsson á Jódísarstöðum um málið og vaknaði sú hugmynd að auglýsa eftir upplýsingum,“ skrifar Bjarki.

Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig best er að komast í samband við Bjarka á Facebook-síðunni Íslensk Mannshvörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng