fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
433Sport

Berglind: ,,Bara high five og áfram gakk“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. júlí 2022 19:49

Berglind Björg skorar gegn Belgíu á EM.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék með liðinu í kvöld sem spilaði við Belgíu í lokakeppni EM og skoraði eina mark liðsins.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belga í opnunarleiknum sem er smá svekkjandi en liðið hafði möguleika á öllum þremur stigum.

Berglind viðurkennir að það hafi ekki verið áætlunin að gera jafntefli í kvöld og segir að andrúmsloftið eftir leik hafi verið pínu þungt.

,,Andrúmsloftið var pínu þungt. Kannski því þessi leikur endaði bara sem jafntefli en við fengum tækifærin til að vinna leikinn og nýttum þau ekki,“ sagði Berglind.

,,Það er alltaf leiðinlegt að vera tekin af velli en Steini mat þessa stöðu og tók mig útaf og Svava kom vel inná.“

Berglind klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en tókst að bæta upp fyrir það með marki í þeim seinni. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var hvetjandi eftir vítaspyrnuklúðrið.

,,Hann gaf mér bara high five, áfram gakk, svona er boltinn. Það var geggjað moment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og já, bara áfram gakk.“

,,Við getum fínpússað sóknarleikinn, við fengum góð tækifæri til að búa til eitthvað og getum klárlega gert betur í hornspyrnum og innköstum. Varnarleikurinn var flottur í dag.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið: Orri Steinn kom Íslandi yfir eftir rúmlega mínútu

Sjáðu markið: Orri Steinn kom Íslandi yfir eftir rúmlega mínútu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Motta rekinn frá Juventus – Tudor tekur við

Motta rekinn frá Juventus – Tudor tekur við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim vill ekki sjá Rashford

Amorim vill ekki sjá Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mögulegur eftirmaður Salah sagður fáanlegur í sumar

Mögulegur eftirmaður Salah sagður fáanlegur í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjörnurnar mættu og sáu Gunnar Nelson snúa aftur á stóra sviðið – ,,Ef ég tjái mig þá er ég í vandræðum“

Stjörnurnar mættu og sáu Gunnar Nelson snúa aftur á stóra sviðið – ,,Ef ég tjái mig þá er ég í vandræðum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Hrafnkell skaut á gest sinn í beinni útsendingu – „Þú veður í mig maður“

Myndband: Hrafnkell skaut á gest sinn í beinni útsendingu – „Þú veður í mig maður“
433Sport
Í gær

Mættur í útvarpið eftir brottreksturinn

Mættur í útvarpið eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Giftur eltihrellir dæmdur í fangelsi – Taldi sig vera í sambandi með fyrirsætunni sem þurfti að hætta í vinnunni

Giftur eltihrellir dæmdur í fangelsi – Taldi sig vera í sambandi með fyrirsætunni sem þurfti að hætta í vinnunni
Hide picture