fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Mannætur okkar tíma – Var níu daga að klára líkið

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 10. júlí 2022 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðspurðir segja mannfræðingar ekki margt sem einkenni svo að segja alla menningarheima. Þó hefur aldrei verið til menning sem ekki hafði hafði einhvers konar trúarbrögð og í flestum menningarkimum er mannát forboðið. Það er þó alls ekki algilt eins og sjá má til að mynda á mannáti hinna fornu Azteka Suður-Ameríku og íbúa Papúa Nýju-Gíneu. Mannát á sér þó enn stað og það á okkar tímum eins og sjá má af eftirfarandi dæmum.

Morley á þeim tíma sem hann skartaði titlinum. Myndin til hægri er tekin við handökuna.

Fór að sækja meðlæti

Anthony Morley er módel sem skartaði titlinum Herra Gay UK. Árið 2008 var hann fundinn sekur um morð á kærasta sínum, Damian Oldfield. Morley stakk Oldfield til bana og skar síðan af honum hluta af holdi þar sem honum langaði að smakka. Morley kryddaði og steikti holdið en fannst það aftur á móti ekki sérlega bragðgott eftir allt saman. Það tók ekki langan tíma að handtaka Morley sem var snarlega sóttur af laganna vörðum þegar hann gekk út í búð að sækja meðlæti, útataður í blóði kærastans.

Dorangel Vargas.

Mannakjöt svipað perum

Dorangel Vargas er þekktur undir nafninu ,,Hannibal Lecter Andesfjalla„. Hann var dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi árið 1995 eftir að hálfétnar líkamsleifar manns sem leitað hafði verið að fundust á heimili Vargas.

Honum var hins vegar sleppt tveimur árum síðar. Árið 1999 fann hins vegar lögreglan í heimalandi hans, Venesúela, í það minnsta tíu höfuðkúpur og hrúgur innyfla á heimili hans. Vargast viðurkenndi að hafa étið fólkið en aftók fyrir að hafa myrt það. Honum hefðu verið gefin líkin. Vargast sagði mannakjöt ekki ólíkt perum á bragðið og snarlega sendur á geðsjúkrahús aftur og nú fyrir lífstíð.

Barnamorðinginn Albert Fish var tekinn af lífi.

Var níu daga að klára

Albert Fish myrti að minnsta kosti þrjú börn sem vitað er um á tímabilinu frá 1929 til 1934. Það er þó líklegra að þau hafi verið í það minnsta tíu auk þess sem hann misnotaði fjölda barna. Hann náðist loks eftir að hafa rænt hinni tíu ára gömlu Grace Budd í New York og í bréfi sem hann skrifaði móður hennar sagðist hann hafa verið níu daga að klára að borða hana. Rasskinnarnar hafi verið bragðbestar. Fish var tekin af lífi í rafmagnsstól Sing Sing fangelsis árið 1936.

Armin Meiwes , fórnarlamb hans, og myndir frá heimili hans þar sem morðið var framið.

Samhuga um átið

Þjóðverjinn Armin Meiwes hlaut heimsfrægð árið 2002 þegar hann var handtekinn fyrir að myrða og borða mann að nafni Bernd Brandes. Það sem er einstakt við þetta mál er að Brandes vildi vera étinn og þar sem Meiwes var að leita að einstakling til að snæða náðu mennirnir góðu sambandi í gegnum dekkri spjallrásir internetsins. Mennirnir hittust og skar Meiwes getnaðarlim Brandes af og steikti. Hann sagði síðar að hann hefði haft hitann á pönnunni helst til of háan og máltíðin því brunnið við. Í sameiningu átu félagarnar samt sem áður liminn áður en Meiwes drap Brandes, skar hann í snyrtilega búta og pakkaði leifunum saman í frystikistunni. Þýsk yfirvöld stóðu fram fyrir miklum vanda þegar að því kom að ákæra Meiwes enda ekkert að finna um slíka gjörninga innan þýsks lagaramma. Hann hafði þó klárlega framið morð og var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Eugene og fórnarlamb hans, Poppo.

Át andlitið af 

Rudy Eugene, einnig þekktur sem Miami mannætan, sker sig nokkuð úr þar sem fórnarlamb hans lifði árásin af. Eugene var frá sér af notkun eiturlyfja þegar hann réðst á Ronald Poppo, 65 ára heimilislausan mann á götum Miami. Sakaði Eugen Poppo um að stela frá sér biblíu áður en hann réðst á hann og hóf að éta andlit hans. Lögregla skarst í leikinn og skaut Eugene til bana.

Poppo lifði af en missti meðal annars sjónina.

Poppo hafði skelfilega áverka á andliti og missti meðal annars sjónina á báðum augum. Það er kannski huggun til þess að vita að eftir árásina sameinaðist Poppo aftur fjölskyldu sinni sem hafði talið hann hafa framið sjálfsvíg mörgum árum áður.

Luke Magnotta gaf sig út fyrir að vera módel.

Fannst við að gúggla sjálfan sig

Kanadamaður Luka Magnotta var fundinn sekur árið 2014  um að hafa myrt háskólanemann Lin Ju tveimur árum áður. Magnotta tók árásina upp og birti myndir á netinu af sér ásamt líkinu. Magnotta át hluta af Lin Jun og gaf hundinum sínum með sér. Hann skar af hendur og fætur Lin Jun og sendi til lögreglustöðva og barnaskóla. Magnotta flúði Kanada og hóf alþjóðalögreglan Interpol þegar leit að hinni alræmdu mannætu. Magnotta var handtekin á netkaffihúsi í Berlín nokkrum mánuðum síðar. Hann var þá að gúggla sjálfan sig.

Peter Bryan.

Steikti heilann upp úr smjöri

Peter Bryan var Breti sem myrti þrjár manneskjur á árunum frá 1993 til 2004. Hann át svo fólkið í þeirri trú að sál þeirra veitti honum einhvers konar ofurmátt. Hann myrti dóttur vinnuveitanda síns árið 1993 og var sendur á geðsjúkrahús í kjölfarið. Bryan var aftur á móti einstaklega lunkinn við að fela löngun sína til morða og árið 2004 trúðu læknar að samfélaginu stæði engin hætta af Bryan lengur og var honum því sleppt. Þremur klukkustundum síðar myrti hann vin sinn, steikti heila hans upp úr smjöri, og át. Bryan var handtekinn og sendur í fangelsi en ekki fór betur en svo að hann náði að myrða einn samfanga sinn fljótlega eftir komuna. Bryan var yfirbugaður áður en hann náði að leggja líkið sér til munns.

Stephen Griffiths, lásbogamorðinginn.

Með doktorsgráðu í afbrotum

Stephen Griffiths var nefndur ,,Lásbogamorðinginn.” Hann skaut þrjár vændiskonur tit bana með lásboga í Bradfort á Englandi á árunum 2009 til 2010. Það vekur athygli að Griffiths skartaði doktorsgráðu í afbrotafræði. Gráðan gerði þó ekkert til að stoppa hann í að éta hluta af líkömum kvennanna. Griffiths náðist þegar hann sást á öryggisupptöku, eltandi sitt síðasta fórnarlamb, Suzanne Blamirez. Lík Blamirez fannst síðar á heimili Griffiths en líkamsleifar hinna kvennanna tveggja hafa aldrei fundist.

Von er á meiri fróðleik um mannát í DV á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna