fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Eyjan

Brynjar segir einkasala ríkisins á áfengi sé andstæð stjórnarskránni

Eyjan
Sunnudaginn 10. júlí 2022 17:16

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrum þingmaður, segir að einkasala ríkisins á áfengi sé óþörf og sé andstæð atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.

Tilefni skrifanna var að rimma Brynhildar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi þar sem tekist var á um áfengissölu á Ísland og þar sér í lagi vefverslun með hina forboðnu vöru. Lýsti Eyjólfur þar yfir þeirri skoðun sinni að netverslun íslenskra aðila með áfengi væri skýrt brot á lögum að sínu mati og kallaði eftir því að lögregluyfirvöld myndu beita sér í málinu.

Brynjar skrifaði í kjölfar þáttarins pistil á Facebook-síðu sína og ljóst er að honum finnst lítið til málflutnings Eyjólfs koma.

„Í stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins er ákvæði í 75. gr. um atvinnufrelsi sem verður ekki takmarkað nema almannahagsmunir krefjist þess. Sitt sýnist hverjum þegar meta á almannahagsmuni og ekki dugir að vísa til meirihlutaskoðunar í þeim efnum. Þá væri lítil stjórnarskrávernd í þessu ákvæði,“ skrifar Brynjar.

Að hans mati er þessi einkaréttur ríkisins aðeins réttlætanlegur ef takmarka eigi aðgang neytenda að vörunni með hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Engin takmörkun á aðgengi áfengis í dag

„Síðan þá hefur þessi ríkiseinokunarverslun opnað sölustað á hverjum útnára, ríkisvaldið heimilað öllum veitingastöðum að selja áfengi, menn geta pantað sér áfengi út um allan heim í gegnum netið og nýlega heimilaði löggjafinn brugghúsum að selja afurðir sínar í smásölu. Og þeir sem búa mjög afskekkt og eiga ekki tölvu brugga sitt eigið vín. Það má því öllum vera ljóst að það er engin takmörkun á aðgengi áfengis og því er þessi einkasala ríkisins óþörf og því andstæð atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar,“ skrifar Brynjar.

Þá gefur hann lítið fyrir þau rök að nágrannar okkar á Norðurlöndum búa margir við sambærileg kerfi. „Fyrirkomulagið verður ekki betra þótt þessar þjóðir búi við það, auk þess sem það er undantekning á alþjóðlega vísu í frjálsum samfélögum. Þá verður ekki heldur séð að það hafi gagnast þessum þjóðum sérstaklega og misbrúk á áfengi síst minna þar en annars staðar, „skrifar aðstoðarmaðurinn.

Hann bendir á að áfengi hefur fylgt manninnum frá örófi alda og eigi sér mikilvægan sess í menningu okkar.

„Ég geri ekki lítið úr þeim hörmungum sem ofneysla áfengis hefur valdið mörgum og ekki síst aðstandendum. Ofneysla áfengis er skaðleg heilsu okkar en það á við margar aðrar löglegar vörur. Einkaréttur ríkisins á smásölu áfengis breytir engu í þeim efnum og er löngu úrelt fyrirbrigði. Hægt væri að dusta rykið af gömlu bannlögunum ef menn telji það bæta heilsu þjóðarinnar. En það mun örugglega ekki styðja við baráttu okkar gegn skipulagðri glæpastarfsemi.“

Brynjar segist þó ekki bjartsýnn á að Íslendingar muni afnema einkarétt ríkisins á smásölu áfengis. Ekki „meðan vinstrimenn og framsóknarmenn og þeir sem neyta ekki vörunnar eða kunna ekki með hana að fara mynda meirihluta þjóðarinnar.“

„Sá sem þetta ritar er hvorki undir áhrifum né timbraður. Telur sig farsælan neytanda áfengis og að mati flestra sem til þekkja heldur skárri með áfengi en án þess. Helsta vandamál hans þessa stundina er ofneysla vara sem seldar eru í Hagkaup og Bónus, eftirlitslaust. Hefur heilsu hans hrakað talsvert síðustu misseri þess vegna en hann hyggst taka sig á enda ber hann sjálfur ábyrgð, ekki forsvarsmenn auðvaldsins að baki þessum verslunum,“ skrifar Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout setur sinna.is í loftið

Dineout setur sinna.is í loftið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!

Vilmundur skrifar: Sofðu betur, náttúrulega!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi

Gunnar Dan Wiium skrifar: Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi