fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Staðfest að Daníel verður á­kærður fyrir morð og lim­lestingu á líki fyrrverandi bekkjarsystur sinnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. júlí 2022 10:41

Daníel Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Gunnarsson, 21 árs gamall Íslendingur, verður ákærður fyrir hrottalegt morð á fyrrverandi bekkjarsystur sinni, Katie Pham, og limlestingu á líki hennar í Kern-sýslu í Kaliforníu í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en það var Joseph A. Kinzel, varahéraðssaksóknari sýslunnar sem staðfesti þetta.

Sjá einnig: Íslendingur grunaður um morð í Bandaríkjunum – Talinn hafa limlest líkið eftir ódæðið

Eins og DV greindi frá í júní í fyrra var Daníel  handtekinn blóðugur á vettvangi morðsins, bílskúr við heimili stjúpföður síns í borginni Ridgecrest í Kern-sýslu, í maí á síðasta ári.  Síðar mat dómari sem svo að Daníel væri ekki í ástandi til þess að réttað yrði yfir honum og var hann fluttur á sjúkrastofnun þar sem hann hlaut viðeigandi aðhlynningu.

Katie Pham

Mál Daníel lá því í dvala í tæpt ár en var tekið upp að nýju þegar geðlæknir úrskurðaði að hann væri reiðubúinn að svara til saka í málinu. Síðastliðinn miðvikudag úrskuraði síðan dómari, eftir mat á sönnunargögnum málsins, að Daníel yrði ákærður fyrir morðið.

Daníel, sem er fæddur árið þann 20. júlí 2000, á ís­lenskan föður og tékk­neska móður. Hann flutti ungur með móður sinni til borgarinnar Ridgecrest í Kali­forníu, nánar til­tekið til borgarinnar Ridgecrest í Kern-sýslu.

Daníel hefur neitað sök í málinu en mun fá tækifæri til að taka afstöðu til ákærunnar þegar hún verður gefin út síðar í mánuðinum.

Pham og Daníel þekktust ágætlega en þau höfðu verið bekkjarfélagar í Burroughs High School þaðan sem þau útskrifuðust árið 2018. Stjúpfaðir Daníels á að hafa tjáð lögreglu að þau hafi átt í stuttu ástarsambandi. Morguninn áður en morðið átti sér stað hafi hann heyrt að þau væru hætt saman.

Í umfjöllun svæðismiðils um morðið í fyrra kom fram að í gæsluvarðhaldi á Daníel að hafa játað á sig morðið. Þegar rannsóknarlögregluþjónn spurði hann hvað hafði gerst fyrir Pham á hann að hafa svarað: „Ég drap hana“.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“