Enn á ný hafa vísindamenn tilkynnt um nýtt afbrigði af Covid-19 veirunni og hefur það hlotið nafnið ,,Centaurus.” Afbrigðið fannst á Indlandi og svo virðist sem það sé lunknara fyrri afbrigðum við að skauta framhjá ónæmiskerfi okkar enda stökkbreytist það þúsund sinnum á mánuði.
Margfaldar það líkur á að sterkustu afbrigðin haldi velli.
Auk Indlands hefur Centaurus fundist í Japan, Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.
Ekki er mikið vitað um afbrigðið enn sem komið er en þó nógu mikið til að valda vísindamönnum nokkrum áhyggjum.
Centaurus er eitt stökkbreyttra afkvæma Omnicron BA en er ónæmt fyrir þeim vörnum sem vinna á því Omnicron sem þekkt er. Því eru þeir sem hafa þegar smitast af Omnicron jafn líklegir til að að smitast af Centaurus og þeir sem halda fengu veiruna. Centaurus veiran hefur yfir að búa sérstöku próteini sem geta ,,opnað” á frumur líkamans sem skynja veiruna ekki sem Omnicron afbrigði.
Fá tilfelli eru þegar skráð en samkvæmt austurríska erfðafræðingnum dr. Ulrich Elling eru tilfellin að öllum líkindum mun fleiri en skráð hafa verið.
Hann segir að þótt að engar nákvæmar tölur séu til, og margt eigi efti að rannsaka, sé full ástæða fyrir ríki heims að hafa varan á.