fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hannes Hólmsteinn um þungunarrof – „Það var með þeim rök­um sem kirkj­an beitti sér hart gegn stór­felldu líkn­ar­drápi nas­ista í Þýskalandi fyr­ir stríð“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 9. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekki sé til neinn stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur til fóst­ur­eyðinga. Þeir hall­ast með öðrum orðum að dreif­stýr­ingu í stað miðstýr­ing­ar,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarsson í aðsendri grein sem birtist á mbl.is í dag.

Hann segir nýlegan úrskurð Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna, þar sem snúið er við fræg­um úr­sk­urði frá 1973 í máli Roe gegn Wade, hafa verið mis­skil­inn, „jafn­vel í máli þeirra, sem ættu að vita bet­ur, eins og Silju Báru Ómars­dótt­ur, sem tók við kennslu í banda­rísk­um stjórn­mál­um af mér í Há­skól­an­um.

„Dæmi um skerðingu í mannréttindamálum“

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við mbl.is eftir að niðurstaðan hæstaréttar lá fyrir, að ekki aðeins munu þung­un­ar­rof verða óaðgengi­leg inn­an fjölda ríkja Banda­ríkj­anna eft­ir ný­af­staðinn viðsnún­ing hæsta­rétt­ar á dóma­for­dæmi máls Roe gegn Wade frá ár­inu 1973.  „Þvert á móti gæti aðgengi að neyðarpill­unni og tækni­frjóvg­un einnig verið í hættu, sem og rétt­ur sam­kyn­hneigðra og fólks af ólík­um upp­runa til hjóna­bands.“ Allt sé þetta dæmi um þá skerðingu í mann­rétt­inda­mál­um sem ný­af­staðinn viðsnún­ing­ur mun draga á eft­ir sér,“ sagði Silja Bára í fyrrnefndu viðtali.

„Það má bú­ast við áfram­hald­andi aft­ur­för á sviði mann­rétt­inda fyr­ir stór­an hóp fólks,“

Snýst ekki þungungarrof heldur valddreifingu
Hannes segir úrskurðinn ekki snúast um þungunarrof held­ur um vald­mörk al­rík­is­ins og ríkj­anna fimm­tíu, sem mynda Banda­rík­in. ,,Dóm­ar­arn­ir kom­ast með ýms­um rök­um að þeirri niður­stöðu, að ekk­ert það sé í stjórn­ar­skrá al­rík­is­ins, sem bindi hend­ur ein­stakra ríkja til að setja eig­in lög um fóst­ur­eyðing­ar. Ekki sé til neinn stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur til fóst­ur­eyðinga. Þeir hall­ast með öðrum orðum að dreif­stýr­ingu í stað miðstýr­ing­ar.“

Hann segir frambærileg rök séu til jafnt fyr­ir og gegn fóst­ur­eyðing­um.

„Enginn mælir með barnaútburði“

Ennfremur segir í pistli Hannesar:

„Eng­inn mæl­ir með barna­út­b­urði. En hvenær verður fóstrið að barni, sem hef­ur rétt til að lifa óháð því, hvort það valdi öðrum með því óþæg­ind­um eða kostnaði? Lengst ganga þeir, sem telja það verða til við getnað. Aðrir segja, að það verði ekki til fyrr en við fæðingu. Enn aðrir telja og styðjast um það við mat lækna, að það kunni að vera, þegar liðnar séu tólf vik­ur af meðgöngu. Hvað sem því líður, er ástæðulaust að horfa fram hjá því, sem ræður and­stöðu kirkj­unn­ar við fóst­ur­eyðing­ar. Það er virðing­in fyr­ir líf­inu, ekki síst hinu ósjálf­bjarga lífi. Það var með þeim rök­um sem kirkj­an beitti sér hart gegn stór­felldu líkn­ar­drápi nas­ista í Þýskalandi fyr­ir stríð. Á hinn bóg­inn á hver kona sig sjálf og hef­ur yf­ir­ráðarétt yfir lík­ama sín­um. Einnig má deila um, hvort börn ættu að fæðast óvel­kom­in í þenn­an heim.“

Hann bætir því við að konan, sem nefnd var Jane Roe, hafi óskaði á sín­um tíma eft­ir fóst­ur­eyðingu og skotið máli sínu til Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna,

„Norma McCor­vey, sner­ist síðar op­in­ber­lega gegn fóst­ur­eyðing­um, en tvenn­um sög­um fer af því, hvort þar hafi hug­ur fylgt máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?