fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Öndin eina – Andrés önd

Disney-stundin gleður

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég kveikti á sjónvarpinu um daginn og á RÚV, sem er uppáhald mitt og yndi, var verið að sýna teiknimyndir. Þarna sá ég gamlan æskuvin í miklum ham. Eins og svo oft áður lá ekki vel á hinum mislynda Andrési önd sem var að gera ungum frændum sínum Rip, Rap og Rup lífið leitt. Þeir sáu við honum, enda afar úrræðagóðir. Ég sat heilluð fyrir framan tækið og fylgdist með baráttu hinnar lífsglöðu æsku við hina fullorðnu og úrillu önd. Breitt bros færðist yfir andlit mitt og svo hló ég upphátt. Ég varð skyndilega syngjandi glöð líkt og sjö vetra barn. Nú er því ekki að leyna að barátta hinna ungu frænda við Andrés var átakamikil og það svo mjög að pempíum þessa heims hefur örugglega brugðið og talið að þarna væri um gróft ofbeldi að ræða. En við hin fögnum því að fá smá hasar.

Disney stundin er reglulega á dagskrá RÚV og þar eru sýndar teiknimyndir með Andrési og félögum. Andabær heillar allar kynslóðir. Þarna er vinur okkar Andrés, sem er engin venjuleg önd. Í Andrési rúmast svo margt. Hann getur verið önugur, afbrýðisamur, nískur og hefnigjarn en líka glaður, góðgjarn, örlátur og skemmtilegur. Í honum er rómantískur strengur og þegar hann kallar Andrésínu „Min skat“ þá eru þau orð fögur blíðyrði og enduróma sanna ástarjátningu. „Min skat“ – það er sannarlega fallegt ávarp!

Ég ólst upp við Andrés önd og hef eiginlega aldrei gleymt honum, eins og ég áttaði mig á þegar ég sá honum svo óvænt bregða fyrir á RÚV. Danskan úr gömlu Andrésblöðunum hefur reynst endingarbetri og gagnlegri en sú danska sem ég síðar lærði í skóla og skilaði litlu. Nú lesa íslensk börn Andrésblöðin á íslensku og sjá þessa merku önd mæla á íslenska tungu í sjónvarpi. Andrés er enn á sveimi, enda þrjóskur og ekki gefinn fyrir uppgjöf. Hann mun sennilega alltaf vera til og gleðja börnin og þá fullorðnu sem enn eru svo heppnir að vera ungir í anda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móa sendir frá sér nýtt lag

Móa sendir frá sér nýtt lag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Helgarhjónabönd“ farin að ryðja sér til rúms – Búa einn og hitta makann bara af og til

„Helgarhjónabönd“ farin að ryðja sér til rúms – Búa einn og hitta makann bara af og til
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“