fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

„Mér finnst þetta pínu sorglegt“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 8. júlí 2022 13:30

Til vinstri: Valdimar Víðisson. Mynd/Aðsend - Til hægri: Íslenska kvennalandsliðið æfir á Laugardalsvelli. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta í raun og veru sláandi munur,“ segir Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla, um muninn á stemningunni í samfélaginu fyrir EM kvenna í ár miðað við þegar karlalandsliðið keppti á mótinu árið 2016.

í færslu sem Valdimar birti á Facebook-síðu sinni í gær furðar hann sig á því að fyrirtæki hér á landi séu ekki að gera meira úr því að stelpurnar okkar eru að taka þátt. Hann segist hafa farið á heimasíður 5 stórfyrirtækja en ekki fundið neitt um EM þar.

„Stelpurnar okkar að taka þátt í EM. Frábær árangur. Árið 2016 tók íslenska karlalandsliðið þátt í sama móti. Þá var ekki þverfótað fyrir allsskonar EM tilboðum, Icelandair með sérstakar tilboðsferðir og fleira.

Fór inn á heimasíðu 5 stórfyrirtækja (raftæki, matvara og fleira) og ekki eitt af þeim að vekja athygli á EM. Á heimasíðu Icelandair er vakin athygli á flugferðum á HM karla í handbolta 2023.

Þetta er náttúrulega ekki hægt!“

„Mér finnst þetta pínu sorglegt“

Í samtali við DV um málið segir Valdimar að hann hafi ætlað að athuga hvort hann gæti fundið einhverjar pakkaferðir á EM hjá Icelandair en hann fann engar slíkar þar. „Ég var í gær að kanna hvort það væri eitthvað í boði en það fyrsta sem poppar upp á forsíðunni var tilboð á ferðum á HM karla í handbolta árið 2023. Það er vissulega eitthvað komið í dag fyrir EM en þetta var svo sláandi að ég fór inn á nokkrar vefsíður stórfyrirtækja sem ég veit að voru virk í EM tilboðum árið 2016 þegar strákarnir voru að spila,“ segir Valdimar.

„Ég fann bara ekkert, ég tek það fram að ég fór bara inn á nokkur stórfyrirtæki, ég veit að bankarnir eru eitthvað að vekja athygli á þessu og fleiri en þetta snýst um það að mér finnst að fleiri fyrirtæki þurfi að vekja athygli á mótinu. Það þarf að lyfta þessu svolítið upp, mér finnst það vanta.“

Valdimar segir að það sé nauðsynlegt að fyrirtækin sýni stelpunum áhuga til að ýta áhuganum á þeim upp. „Áhuginn á karlaboltanum er kannski meiri en það hjálpar ekki til ef það er ekki verið að lyfta kvennaboltanum upp, kveikja á þessu,“ segir hann.

„Ég man bara á EM 2016 að það var alltaf eitthvað í gangi allt mótið, ekki bara á leikdögum Íslands. Mér finnst þetta svo sláandi munur á EM karla og kvenna, mér finnst þetta pínu sorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“