fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sjúkdómsgreiningu jafnvel haldið leyndri – „Sumar konur yrðu nefnilega ferlega móðursjúkar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 11:51

Lilja Guðmundsdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, ákallar heilbrigðisráðherra í nýjum pistli á Vísir.is sem ber heitið „Endómetríósa eða móðursýki?“

Í greininni fjallar hún um mikinn kostnað sjúklinga með endómetríósu, langa biðlista og hvernig konur með endómetríósu eru stundum enn í dag sagðar einfaldlega vera móðursjúkar.

Hún segist hafa farið til kvensjúkdómalæknis í vetur sem hefur ágæta þekkingu á sjúkdómnum og spurði hann hvers vegna svo fáir greinist árlega.

„Ég velti því upp hvort það væri vegna langra biðlista eða gamalgróinna viðhorfa um að túrverkir væru eðlilegir? Eða var það kannski vegna þess að ekki er hlustað á konur?“ spurði Lilja. Svarið kom henni á óvart.

Breyttust í sjúklinga eftir áhlaup Google

„Hann svaraði því til að aðal ástæðan væri sú að margir væru einkennalausir og bætti við að það borgaði sig ekki alltaf að láta konu vita að hún væri með endómetríósu ef hún kvartaði ekki mikið undan verkjum – sumar konur yrðu nefnilega ferlega móðursjúkar og breyttust í sjúklinga á einni nóttu eftir áhlaup á Google.

Ég missti andlitið undir covid-grímunni. Læknirinn sem er alls ekki af gömlu kynslóðinni var í alvöru að segja að árið 2022 sé fólki ekki endilega sagt frá því að það sé með sjúkdóm, vegna forræðishyggju eða mögulegrar móðusýki.“

Greiningartími að meðaltali um sjö ár

Lilja rifjar upp dæmi um einmitt þetta úr hennar nærumhverfi þar sem konan fékk ekki að vita um greiningu fyrr en mánuðum seinna.

Sjáið þið fyrir ykkur sömu aðstæður hjá karlmanni sem færi í aðgerð vegna gallblöðru og í aðgerðinni sæist að hann væri með kviðslit og honum væri ekki sagt frá því?“

Hún bendir á að endómetríósa getur haft í för með sér alvarlegar líffæraskemmdir, ófrjósemi og í sumum tilfellum örorku.  Þetta sé krónískur sjúkdómur sem hrjáir allt að 10% þeirra sem hafa kvenlíffæri en greiningartími sé á heimsvísu að meðaltali um sjö ár.

Teymið á Landspítalanum annar ekki eftirspurn

Lilja rifjar upp svar heilbrigðisráðherra við fyrir Diljár Mist Einarsdóttur, þingkonu sjálfstæðisflokks, kom fram að biðtími eftir viðtali á Kvennadeild Landspítalans vegna endómetríósu væri að meðaltali sex mánuðir og biðtími eftir aðgerð 112 dagar. Samtals má því gera ráð fyrir um 10 mánaða bið frá tilvísun á teymið að skurðaðgerð.

Hún bendir einnig á að síðla árs 2021 hafi Jón Ívar Einarsson skurðlæknir að framkvæma aðgerðir vegna endómetríósu á Klíníkinni í Ármúla, en hann hafi hlotið alþjóðlega viðurkenningu vegna hæfni hans sem endómetríósuskurðlæknis.

Þá taki Sjúkratryggingar Íslands hins vegar ekki þátt í kostnaði vegna aðgerða hjá Jóni Ívari og þurfi sjúklingar að borga 700-1200 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir aðgerð hjá honum á meðan endómetríósuteymi Landspítalans nái ekki að anna eftirspurn.

Hér má lesa grein Lilju í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“