fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Segir borgarlínu mistök og halda hefði átt áfram með gamla strætókerfið

Eyjan
Föstudaginn 8. júlí 2022 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Elíasson verkfræðingur telur að áform um borgarlínu byggi á óskhyggju og draumórum. Mun vænlegra hefði verið að byggja áfram á gamla strætisvagnaleiðakerfinu við hönnun almenningssamgangna og efla það. Þetta kemur fram í aðsendri grein Elíasar í Morgunblaðinu í dag.

Elías segir að í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ þar sem gerð er grein fyrir áformum um borgarlínu sé byggt á þeim félagslega sparnaði sem hlýst af því þegar stór hluti íbúa hættir að nota einkabíl og notar í staðinn almenningssamgöngur. Síðan segir Elías:

„Auðvitað kem­ur fram fé­lags­leg­ur sparnaður þegar ábati fólks af að hætta að reka bíla er skoðaður og eng­in til­raun gerð til að sýna fram á að bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur geti valdið slíkri hug­ar­fars­breyt­ingu. Eig­in bíll er sjálf­stæður draum­ur sem fólk læt­ur ræt­ast þegar það hef­ur efni til. Aðgengi að al­menn­ings­sam­göng­um hef­ur þar tak­mörkuð áhrif, sér­stak­lega fjarri hinu öfl­uga lest­ar­kerfi Evr­ópu en ekki er kost­ur á að koma upp hliðstæðu þess hér sök­um fá­menn­is. Samt er full­yrt í skýrsl­unni að ábat­inn stafi af bætt­um al­menn­ings­sam­göng­um og styttri vega­lengd­um í þétt­ari byggð.“

Áform um borgarlínu haldast í hendur við þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu en Elías telur að þétting byggðar eigi stóran þátt í þeirri hækkun á fasteignamarkaði sem orðið hefur. Síðan segir Elías:

„Að halda áfram með gamla strætó­kerfið hefði því verið hin rétta niðurstaða þess­ar­ar sviðsmynda­grein­ing­ar og end­ur­bæt­ur á leiðaneti þá verið eðli­legt fram­hald.“

Segir Elías að undirbúningur borgarlínu sé ekki byggður á raunhæfum forsendum heldur á óskhyggju um fækkun bíla. Hann vill fremur að ráðist sé í gerð mislægra gatnamóta:

„Nauðsyn þess að greiða fyr­ir um­ferð með mis­læg­um gatna­mót­um er orðin auðsæ. And­stæðing­ar þeirra hafa því snúið við blaðinu að nokkru og vilja nú grafa þau niður og tengja sam­an með löng­um niður­gröfn­um steypu­stokk­um og lok ofan á þar sem vera skal ann­ar veg­ur fyr­ir borg­ar­línu og um­ferð um hverfið. Þetta er dýr vega­gerð og ókleift að tengja við þver­göt­ur svo vel fari. Slík­ir stokk­ar bæta um­ferð tak­markað. Þess­um áform­um tel­ur SFA rétt að fresta en leggja beri áherslu á að hafa þjóðvegi í þétt­býli án um­ferðarljósa og hanna mis­læg gatna­mót þannig að minni sjón­meng­un sé að þeim jafn­framt sem gætt sé að greiðri um­ferð gang­andi og hjólandi. Vel hönnuð mis­læg gatna­mót geta þannig orðið virk­um ferðamát­um greiðari og ör­ugg­ari en mörg ljós­a­stýrð gatna­mót eru nú.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG