fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Hunsuðu áköll um miskunn og aflífuðu tvo fíkniefnasmyglara

Pressan
Föstudaginn 8. júlí 2022 09:00

Hópur mótmælenda fyrir framan dómshús í Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fíkniefnasmyglarar voru hengdir í Singepore í nótt fyrir glæpi sína . Asíuríkið er þekkt fyrir afar harða fíkniefnalöggjöf en dauðarefsing liggur við slíku smygli. Stjórnvöld hunsuðu þar með ákall mannréttindasamtaka sem höfðu grátbeðið um miskunn til handa hinum dæmdu smyglurum. Aftökurnar hafa í kjölfarið verið fordæmdar af mannréttindasamtökum víða um heim.

Um er að ræða fjórðu aftökuna vegna fíkniefnasmygls á árinu. Hinir látnu hétu Noasharee bin Gous, sem var 48 ára gamall og frá Singapore, og Kalwant Singh, 31 árs gamall og frá Malasíu. Singh var dæmdur fyrir að hafa um 60 grömm af heróíni undir sínum höndum auk þess að hafa smyglað 120 grömmum af efninu til landsins. Bin Gous var dæmdur fyrir að selja öðrum manni þessi 120 grömm af efninu. Varðandi heróín er fíkniefnalöggjöf landsins á þá leið að allir sem smygla yfir 15 grömmum af efninu til landsins eru dæmdir til dauða.

Hinir dæmdu höfðu reynt allar mögulegar áfrýjanir til þess að snúa dómum sínum við en alls liðu um sex ár frá upphaflegum dómi þeirra og fram að aftökunum.

Aðeins mánuður er liðinn frá því að stjórnvöld í Singapore heimiluðu aftöku á á greindarskertum manni sem var handtekinn fyrir fíkniefnasmygl. Sú ákvörðun var afar umdeild, þó ekki sé dýpra í árina tekið. Sá látni hét Nagaenthran K. Dharmalingam og var 34 ára gamall frá Malasíu. Læknar höfðu metið hann með greindarvísitölu upp á 69 sem flokkast sem væg greindarskerðing.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt