fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Svikin loforð í leikskólamálum borgarinnar – „Ég get ekki hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 19:29

Kristín Tómasdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Tómasdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, hefur sent bréf á alla borgarfulltrúa í Reykjavík vegna svikinna loforða meirihlutans í leikskólamálum.

Eitt stærsta kosningamál Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem tilheyra bæði gamla og nýja meirihlutanum í borginni, var að 12 mánaða börn kæmust inn á leikskóla borgarinnar í haust.

Raunar var send út sérstök fréttatilkynning um málið frá Reykjavíkurborg í marsmánuði þar sem sagði: „Byrjað verður á að taka á móti 12 mánaða börn­um í leik­sóla borg­ar­inn­ar í haust.“

Innan við mánuði eftir kosningar gaf Dagur B. Eggertsson borgarstjóri síðan út að ekki væri víst að hægt væri að uppfylla þetta kosningaloforð.

Kristín er ein þeirra sem hafði reiknað með því að fá leikskólapláss fyrir barnið sitt í haust, dóttur sem verður 18 mánaða þann 3. september.  Hún og hennar fjölskylda bíða hins vegar enn í óvissu.

Þurfa að minnka við sig í vinnu

„Ég sé ekkert annað í stöðunni en að við foreldrar hennar minnkum við okkur starfshlutfall og greiðum minna útsvar til borgarinnar. Um leið og það tekur gildi mun ég mæta á pallana í Ráðhúsinu með barnavagninn með mér og hvet alla foreldra í svipaðri stöðu til þess að gera slíkt hið sama. Það verður fróðlegt að sjá hversu langan tíma það tekur ykkur kjörna borgarfulltrúa að redda leikskólaplássum undir þessi börn þegar þið fáið ekki vinnufrið fyrir þeim sjálf,“ segir Kristín í bréfinu sem hún sendi borgarfulltrúum.

Hún er orðin langþreytt á því að stjórnmálamenn tali á skjön við sannleikann í fjölmiðlum.

Kvíðir fyrir haustinu

„Ég get ekki hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga því í fjölmiðlum að öll börn 12 mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust. Ég er í stanslausum bréfaskriftum við innritunardeild leikskóla hjá Reykjavíkurborg (því þar treysta þau sér ekki til að taka við símtölum frá reiðum foreldrum). Í hverju bréfi fæ ég yfirlit yfir það hvar dóttir mín er á biðlistum á mismunandi leikskólum borgarinnar og mér bent á að hringja í leikskólana til að skoða möguleika hennar á plássi. Svörin sem ég fæ frá leikskólastjórunum er að það sé ekki mikill séns á plássi í haust,“ segir Kristín í bréfinu.

Hún gefur líka lítið fyrir vinnubrögð hjá borginni þegar kemur að biðlistum á leikskóla og svikin loforð.

„Það er ekki hægt að afsaka þessa stöðu með neinu öðru en metnaðarleysi í mín eyru. Metnaðarleysi sem veldur mér og minni fjölskyldu gríðarlegum kvíða fyrir haustinu og ég veit fyrir víst að við erum ekki ein í þeirri stöðu,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú