fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hneykslast á 30 þúsund króna nótt í gistibíl – Eigandi bílsins útskýrir ástæðuna fyrir verðinu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 12:57

Til vinstri: Ingimundur Sverrir. Mynd/Aðsend - Til hægri: Bíllinn sem um ræðir - Skjáskot/Airbnb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðbólgudraugurinn hefur heldur betur látið á sér kræla að undanförnu og endurspeglast það helst í hækkunum á því er virðist öllu. Þessa dagana hneykslast Íslendingar reglulega yfir því þegar bensínverðið, matvörur, tilboð á pizzum, og fleira hækkar í verði. Að sjálfsögðu er líka hneykslast yfir verði í ferðamannabransanum en það hefur orðið að þjóðarsporti Íslendinga á síðustu árum með auknum ferðamannastraumi.

Til að finna hneykslaða Íslendinga er yfirleitt best að leita á samfélagsmiðlum, þá helst Facebook og Twitter. Eitt nýjasta dæmið um hneykslun á verðlagi kemur einmitt frá Twitter en þar var kona nokkur að furða sig á verði á Airbnb gistingu. Um er að ræða gistingu í fjórhjóladrifnum sjálfskiptum Subaru Legacy en hægt er að leggja stóra dýnu aftur í bílinn og sofa þar.

Hver nótt í bílnum kostar yfirleitt um það bil 30 þúsund krónur.

Rekstrarkostnaðurinn orðinn „sjúklega dýr“

Bíllinn sem um ræðir kemur frá íslenskri bílaleigu sem nefnist Black Sheep Campers. Bræðurnir Ingimundur Sverrir og Stefán Þór Sigfússynir reka Black Sheep Campers saman en í samtali við DV útskýrir Ingimundur hvers vegna verðlagið á þessum bíl, sem og öðrum bílum á markaðnum, er orðið jafn hátt og raun ber vitni.

„Ef þú spáir í því þá er þetta náttúrulega 4×4 bíll fyrir það fyrsta og það er allt innifalið. Fólk fær allt, í rauninni eina sem það þarf að gera er að koma með hlý föt, þá geta þau bara eldað sér mat og það er allt innifalið. Þannig við erum ekki með neinn svona falinn kostnað eins og flestar bílaleigur eru með. Það er ekkert auka, það er ótakmörkuð keyrsla, svefnpokar og allt fylgir með. Þegar þú leigir svona bíla hjá flestöllum öðrum þá þarftu að bæta við,“ segir Ingimundur.

Þá bendir hann á að þeir bræður eru bara með 18 bíla til að leigja og fylgja alltaf verðlaginu sem er í gangi hverju sinni. Nú sé það orðið sérstaklega hátt vegna aukings rekstrarkostnaðar. „Allur rekstrarkostnaður er orðinn sjúklega dýr,“ segir Ingimundur.

Vill vera sanngjarn

Ingimundur segir að nóg sé að gera í bransanum þessa stundina en að þeir bræður vilji samt halda verðinu sanngjörnu. „Maður vill líka vera sanngjarn, ég tel að við séum með mjög samkeppnishæf verð. Ég held að þetta sé ekki dýrt verð sem við erum með, eins og miðað við þessa sendiferðabíla. Það eru líka allt öðruvísi bílar, það eru bara sendiferðabílar, beinskiptir, segir hann.

Þar sem bílaleiga bræðranna er í minna lagi þá segir Ingimundur að þeir leggji mikið upp úr þjónustunni. Þeir hlaupa sjálfir í öll verk og kenna fólkinu til dæmis að tjalda áður en það leggur af stað í ferð um landið. „Það er bara mismunandi hvernig fólk kann þetta, að tjalda. Fólk sér þetta og hugsar að það sé rosalega rómantískt að fara í tjaldútilegu á Íslandi en svo náttúrulega er veðráttan og allt svona breytilegt,“ segir Ingimundur.

Hann segir að það geti verið erfitt að vera ekki með alþjóðlegt vörumerki í þessum bransa og því leggja þeir mikið upp úr samskiptum við kúnnana. Hann segir það endurspeglast í umsögnum um fyrirtækið.

Ferðamennirnir leigja í færri daga en áður

Ingimundur segir að verðið á bílaleigumarkaðnum sé búið að hækka almennt, ekki bara í þessum kima bransans. „Kíktu bara inn á einhverja af þessum stóru bílaleigum, ef þú skoðar það þá sérðu að það er bara brjálæði. Það vantar bara bíla og rekstrarkostnaður hefur rokið upp og það er erfitt að fá varahluti,“ segir hann og bendir á að þetta einskorðast ekki bara við Ísland, það kosti til dæmis 1000 evrur á dag að leigja Toyota Yaris bíl á Írlandi.

Þessi hækkun hér á landi virðist þó ekki hafa orsakast í mikilli fækkun ferðamanna miðað við eftirspurnina eftir bílaleigubílum og gistingum um allt land, Ingimundur segir þó að ferðamenn séu ekki að eyða jafn miklum tíma hér á landi. „Við finnum fyrir því að ferðamaðurinn er að leigja í færri daga en hann gerði áður, út af því það er allt orðið svo dýrt,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“