Tilkynnt var um eld í hraðbanka við Húsgagnahöllina við Bíldshöfða rétt eftir þrjú í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að laganna verðir hafi komið á vettvang á undan slökkviliði og slökkti eld með slökkvitæki úr lögreglubifreið með góðum árangri. Slökkvilið kom síðar á vettvang með hitamyndavél til þess að tryggja að lögregla hafi sinnt slökkvistörfum af kostgæfni. Þegar slökkvilið hafði tryggt að það væri búið að slökkva eld hófu þau reykræstingu. Í umfjöllun Morgunblaðsins í morgun kemur fram að um ærið verkefni hafi verið að ræða sem tók alls þrjár klukkustundir.
Meðal verkefna lögreglu var að aðstoða sláttutraktor sem sat fastur á umferðareyju á Hafnafjarðarvegi. Lögregla fór á vettvang til að tryggja umferðaröryggi en óskað var eftir dráttarbíl.
Þá vart ilkynnt var um fjögur ungmenni með eggvopn í Hafnarfirði um kl.17.30 í gær. Tilkynnandi sá ungmennin hlaupa af vettvangi en skyldu þau eggvopnið eftir. Lögregla fór á vettvang og staðfesti að um garðverkfæri væri að ræða, segir í dagbók lögreglu að mögulegt sé að ungmennin hafi verið að reita arfa fram eftir í vinnuskólanum.
Tilkynnt var um fólksbíl sem hugðist taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að eftirvagn rakst utan í fólksbifreiðina. Fólksbifreiðin endaði á vegriði en á veginum var brak en sem betur fer enginn slasaður. Ekki er vitað hvort ökumaður flutningabifreiðarinnar hafi gert sér grein fyrir árekstrinum enda mikill stærðarmunur á ökutækjum. Ökumaður nam ekki staðar og ók af vettvangi.