fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

David Harbour missti 36 kíló fyrir Stranger Things – Mælir ekki með aðferðinni

Fókus
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 21:56

David Harbour í hlutverki Hoopers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn David Harbour hefur slegið í gegn sem Jim Hopper í þáttunum Stranger Things sem sýndir eru á Netflix.

Nýjasta serían, sú fjórða, var sýnd í tveimur hlutum og kom seinni hlutinn á Netflix þann 1. júlí. Í þessari nýju seríu er Hopper fangi í rússneska gúlaginu og neyðist þar til að berjast við Demogorgon skrímsli.

Þegar við fyrst kynnumst persónunni Hopper er hann yfirþyngd, borðar óhollan mat og drekkur mikið áfengi.

Óhjákvæmlega þurfti leikarinn Harbour að grennast til að leika trúverðugan fanga í gúlaginu. Í lok seríu 3 var hann 122 kíló en léttist um 36 kíló og fór niður í 86 kíló áður en tökur hófust á seríu fjögur.

Hann mælir alls ekki með því að léttast eins og hann gerði. „Þetta var virkilega erfitt. Ég var alltaf svangur,“ segir hann. „Það er leyndarmálið mitt. Ég borðaði ekki mat.“

Harbour var á dögunum í viðtali hjá BBC Breakfast og þar var hann meðal annars spurður hvað hann hafi haldið um þættina áður en þeir væru fyrst sýndir. „Ég var viss um að enginn myndi horfa á þá,“ sagði hann hreinskilnislega. „Ég hélt að þetta yrði lítil og skrýtin sci-fi sería sem kæmi inn á Netflix og allir myndu strax gleyma henni.“

Honum gæti hinsvegar ekki hafa skjátlast meira því Stranger Things eru einhverjir vinsælustu þættir sem Netflix hefur sýnt og hafa þeir slegið í gegn um allan heim.

Sería fimm verður sú síðasta og reiknað er með að hún verði sýnd árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu