Lúxuslíf ríku krakkanna á Instagram – „Kotbændurnir í röð fyrir utan Primark“
„Ríku krakkarnir í Lundúnum“ er nýr aðgangur á Instagram þar sem margir af ríkustu háskólanemum borgarinnar setja inn myndir sem sýna lifnaðarhátt þeirra, sem afar fáir geta státað sig af.
Aðgangurinn er ekki fyrsti sinnar tegundar en hefur þó vakið talsverða á síðustu dögum. Þar má meðal annars sjá myndir af glæsibifreiðum, einkaþotum og fleira sem háskólanemarnir nota á meðan þeir stunda námið.
Þá má einnig finna myndir þar sem peningar eru notaðir á fremur óhefðbundinn hátt, líkt og að pússa skóna með seðlum eða nota þá sem bréfþurrkur.
Umdeildar myndir hafa einnig verið birtar. Til að mynda ein þar sem gert er grín að þeim sem versla í Primark.
„Kotbændurnir í röð fyrir utan Primark,“ segir á myndinni, sem tekin var af Snapchat og birt á Instagram.
Þrátt fyrir að aðgangurinn sé aðeins nokkurra vikna gamall fylgjast nú hátt í 42 þúsund manns með honum og yfir 4.000 hafa líkað við hann á Facebook. Þá fylgjast einnig þúsundir með „Ríku krökkunum í Lundúnum, á Snapchat.
Hér má sjá myndir sem birtar hafa verið á aðganginum.