fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
433Sport

Markmaður Vestra sneri aftur eftir erfiðar vikur – Var fluttur á sjúkrahús

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 19:30

Brenton fyrir miðju í grári treyju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brenton Muhammad markvörður Vestra sneri aftur á völlinn í kvöld og spilar nú með liðinu gegn Selfoss í Lengjudeild karla.

Markvörðurinn knái hefur verið í herbúðum Vestra frá árinu 2018 en hann kom til Íslands árið 2015 og hafði leikið með Ægi og Tindastól áður en hann fór í Vestra.

Brenton er að snúa aftur á völlinn eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús um miðjan maí eins og 433 vakti athygli á.

„Brenton fékk lungnabólgu, það fór að stækka í honum hjartað,“sagði Samúel Sigurjón Samúelsson formaður meistaraflokksráðs hjá Vestra í samtali við 433.is í maí.

„Hann var sendur suður til Reykjavíkur á sjúkrahús og er þar ennþá. Hann er allur að koma til en það er verið að fylgja honum eftir. Hann er ekkert að spila fótbolta á næstunni.“

Brenton fór að finna fyrir slappleika og ákvað að láta skoða málið. „Hann var slappur fyrir æfingaleik á móti ÍA sem var viku fyrir mót. Á þriðjudegi var hann enn slappur og lét þá skoða sig, þetta var þá niðurstaðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid ætlar í slaginn við Arsenal

Real Madrid ætlar í slaginn við Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal sagt skoða samherja Alberts til að leysa vandamálið

Arsenal sagt skoða samherja Alberts til að leysa vandamálið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hissa þegar þeir komu inn á hótelherbergið – „Ekki kyssa mig, ekki kyssa mig“

Hissa þegar þeir komu inn á hótelherbergið – „Ekki kyssa mig, ekki kyssa mig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa haldið framhjá unnustu sinni – Vændiskona segist hafa verið með honum á dögunum

Á að hafa haldið framhjá unnustu sinni – Vændiskona segist hafa verið með honum á dögunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reksturinn í Eyjum áfram erfiður – Skulda aðalstjórn vel yfir 100 milljónir

Reksturinn í Eyjum áfram erfiður – Skulda aðalstjórn vel yfir 100 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar hrósar Strákunum okkar – „Þetta er núllpunktur“

Arnar hrósar Strákunum okkar – „Þetta er núllpunktur“
433Sport
Í gær

Hafnar frábæru boði frá London

Hafnar frábæru boði frá London
433Sport
Í gær

Dyrnar standa opnar fyrir Salah

Dyrnar standa opnar fyrir Salah