fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Nýr stjórnarformaður Strætó vændur um að vera á móti almenningssamgöngum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismaðurinn Magnús Örn Guðmundsson, bæjarstjórnarfulltrúi á Seltjarnarnesi, er nýkjörinn stjórnarformaður Strætó. Nokkrar umræður hafa spunnist um þetta á Twitter þar sem Magnús er vændur um að vera andsnúinn almenningssamgöngum.

Í þeim umræðum er vitnað í nýlega frétt RÚV þar sem spurt er hvort stjórnarmenn Strætó noti strætisvagna. Kemur þar fram að tveir af sex segjast nota strætisvagna reglulega. Magnús Örn Guðmundsson svaraði hins vegar ekki fyrirspurn RÚV um málið. Um þetta segir Felix Bergsson á Twitter: „Úff“.

Og íþróttafréttamaður RÚV, Einar Örn Jónsson, og Guðmundur Ari taka til máls:

Þess má geta að Magnús kaus gegn Borgarlínu í bæjarstjórn og var þar í hópi fárra sveitarstjórnarmanna. Í frambjóðendakynningu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins árið 2018 á Vísir.is kom fram að Magnús teldi brýnt að þrengja ekki að umferð einkabíla:

„Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur