fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Svona heldurðu flugunum í burtu á sumrin

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 10. júlí 2022 15:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að hér á Íslandi fáum við takmarkað magn af sól á sumrin þá virðist vera sem flugurnar séu ekki að kippa sér mikið upp við það, hér á landi finnast þær að sjálfsögðu þrátt fyrir að sólargeislarnir séu færri en á meginlandinu.

Það eru eflaust mörgum sem þykir flugurnar óþolandi og leita allra ráða til að losna við þær. Samkvæmt hreingerningarsérfræðingum sem Yorkshire Live ræddi við er þó fullt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir að flugurnar komi inn til fólks, það sé betra en að reyna að leysa vandamálið þegar þær eru komnar inn.

Fyrsta ráðið sem komið er með í greininni er að vera með sérstakar kryddjurtir í gluggasyllunum eða nálægt hurðunum. Þær kryddjurtir sem sagðar eru virka best eru basilíka og mynta.

Annað ráðið sem sérfræðingarnir mæla með er að fólk útbúi sitt eigið sprey til að halda flugunum úti. Þeir segja að auk basilíkunnar og myntunnar þá hati flugur líka lyktina af sítrónumelissu (e. lemongrass) og lofnarblómi (e. lavender). Hægt er að blanda nokkrum dropum af ilmolíu með lyktum sem þessum út í vatn og spreyja því um húsið.

Þriðja ráðið er svo að fólk geymi gosdrykki í ískápnum sínum, alls ekki geyma opna gosdrykki í húsinu þar sem flugurnar sækjast í það. Þá er mikilvægt að þurrka strax upp ef það hellist eitthvað niður af drykkjunum.

Fjórða ráðið er að fólk ætti ekki að geyma óhreint leirtau í vaskinum sínum. Sérfræðingarnir mæla með að fólk þrífi diskana eins fljótt og hægt er til að koma í veg fyrir að flugurnar safnist saman á þeim.

Fimmta ráðið er að nota eplaedik. Sérfræðingarnir mæla með að fólk hálffylli glas af eplaediki, hylji það með plastfilmu og geri svo lítil göt á filmuna. Ávaxtaflugur ættu þá að sækja í edikið frekar en ávexti og þær festast þá í glasinu. Einnig er mælt með því að fólk geymi ávextina sína í ískápnum á sumrin.

Sjötta ráðið er að strá matarsóda í botninn á ruslatunnunni áður en nýr poki er settur þangað. Matarsódinn dregur í sig lykt og vökva sem gæti lekið úr pokanum og kemur þá í veg fyrir að flugur og önnur skordýr sæki í ruslið.

Sjöunda og síðasta ráðið er svo að geyma afganga í lokuðum boxum og/eða pokum. Það kemur í veg fyrir að flugurnar komist í matinn en samkvæmt sérfræðingunum eiga þær til að verpa eggjum þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“